Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt veitinga- og kaffihús á Blönduósi

Birting:

þann

Ömmukaffi á Blönduósi

Bryndís Sigurðardóttir og Birna Sigfúsdóttir við opnun Ömmukaffi

Ömmukaffi er nýtt veitinga- og kaffihús við Húnabraut 2 á Blönduósi þar sem veitingahúsið Við Árbakkann var áður til húsa.

Eigendur eru þær Bryndís Sigurðardóttir og Birna Sigfúsdóttir og koma þær til með að starfa sjálfar við reksturinn.

Búið að er að mála húsið bæði að innan og utan og mun viðbygging lagfærð þannig að sölulúga verður sett upp á hlið hússins, þar sem seldar verða pylsur, ís og fleira.

Ömmukaffi opnaði formlega nú um síðastliðna helgi og er boðið upp á morgunverðarhlaðborð frá kl. 9:00 til kl. 11:00 mánudaga til föstudaga og brunch um helgar.  Súpa í hádeginu, heimabakað bakkelsi eplakaka, skúffukaka, vöfflur, marengstertur ofl. ásamt létta rétti beyglur, panini, svo fátt eitt sé nefnt.

Opið er frá kl. 9:00 til kl. 23:00 alla daga vikunnar.

Myndir af facebook síðu Ömmukaffi.

Ömmukaffi á Blönduósi

Boðið er upp á morgunverðahlaðborð frá klukkan 09:00 til 11:00 mánudaga til föstudaga og brunch um helgar frá kl 11:00 til 13:00

Ömmukaffi á Blönduósi

Ömmukaffi á Blönduósi

Ömmukaffi er staðsett við Húnabraut 2 á Blönduósi þar sem veitingahúsið Við Árbakkann var áður til húsa. Húsið var blátt á litinn í mörg ár og er nú orðið gult.

Skoðið nágrennið við Ömmukaffi með því að smella á eftirfarandi mynd og draga til:

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið