Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður við Grandagarð 8 | Bjórinn bruggaður á staðnum
Opna á veitingastað við Grandagarð 8 síðar í sumar þar sem bæði verður bruggaður bjór á staðnum og haldin bjórnámskeið í bjórskóla staðarins.
Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt,
segir Fjóla Guðrún Friðriksdóttir í samtali við visi.is, ein aðstandenda staðarins, en hún segist ekki vita til þess að áður hafi verið boðið upp á bjór á íslenskum veitingastað sem bruggaður sé á staðnum.
Sérstakur bruggmeistari verður við störf á veitingastaðnum en á næstu dögum verður átta bruggkútum komið fyrir á þar.
Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi. Iðnaðarmenn hafa nýlokið störfum og nú tekur við parketlagning og uppsetning á eldhúsi. Vonast er til að opna staðinn fyrir verslunarmannahelgi en endanlegt nafn er ekki komið á staðinn.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefnum visir.is hér.
Mynd: úr safni

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði