Bjarni Gunnar Kristinsson
Nýr veislusalur í Hörpunni | „…á göngum Hörpu gengur salurinn undir nafninu Háuloft“
Fyrir helgi var fjölnotarými á 8. hæð í Hörpunni opnað og var fyrsta veislan haldin á fimmtudaginn s.l. þar sem True North hélt upp á 10 ára afmæli sitt og um leið frumsýningar partý á nýju Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty.
Stærð salar er 225 fermetrar með salernum og fjöldi gesta allt að 100 manns. Það er nokkuð hátt til lofts í salnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Hægt er að staðsetja svið við svarta vegginn við enda salarins enda birtuskilyrði þar hagstæðust fyrir skjávarpa, tjald ofl. en barinn er hreyfanlegur. Sendar fyrir þráðlaust net í lofti ásamt fullkomnum fundabúnaði. Hægt er að bóka salinn undir hádegisverðarfundi, hádegisfundi, móttökur milli kl: 16 – 20, einkasamkvæmi, fámenna kvöldverði osfr.
Ekki komið formlegt nafn en á göngum Hörpu gengur salurinn undir nafninu Háuloft, en salurinn er fyrir ofan Björtuloft og með frábæru útsýni yfir Faxaflóann.
, sagði Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpunnar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um nafnið á salnum.
Mynd: Bjarni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann