Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Nýr veislusalur í Hörpunni | „…á göngum Hörpu gengur salurinn undir nafninu Háuloft“

Birting:

þann

Nýr veislusalur í Hörpunni | Háuloft

Fyrir helgi var fjölnotarými á 8. hæð í Hörpunni opnað og var fyrsta veislan haldin á fimmtudaginn s.l. þar sem True North hélt upp á 10 ára afmæli sitt og um leið frumsýningar partý á nýju Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty.

Stærð salar er 225 fermetrar með salernum og fjöldi gesta allt að 100 manns. Það er nokkuð hátt til lofts í salnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hægt er að staðsetja svið við svarta vegginn við enda salarins enda birtuskilyrði þar hagstæðust fyrir skjávarpa, tjald ofl. en barinn er hreyfanlegur.  Sendar fyrir þráðlaust net í lofti ásamt fullkomnum fundabúnaði.  Hægt er að bóka salinn undir hádegisverðarfundi, hádegisfundi, móttökur milli kl: 16 – 20, einkasamkvæmi, fámenna kvöldverði osfr.

Ekki komið formlegt nafn en á göngum Hörpu gengur salurinn undir nafninu Háuloft, en salurinn er fyrir ofan Björtuloft og með frábæru útsýni yfir Faxaflóann.

, sagði Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpunnar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um nafnið á salnum.

 

Mynd: Bjarni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið