Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nokkur fyrirtæki verða með viðburði í Norræna húsinu á morgun 18. júní

Birting:

þann

Nokkur fyrirtæki verða með viðburði í Norræna húsinu á morgun 18. júní

18. júní er ár hvert tileinkaður sjálfbærri matargerðarlist hjá Sameinuðu þjóðunum. Norræna húsið, Slow Food Reykjavík, Grasagarður Reykjavíkur, Sono Matseljur, NorGen, Ágengar plöntur í Reykjavík, Náttúruminjasafn Íslands, Flóru vinir og Háskóli Íslands taka höndum saman og fagna þessum degi, sem líka er Norrænn dagur villtra blóma, með viðburði í Norræna húsinu kl 14.00.

Verið öll velkomin.

MATSEÐILL NÁTTÚRUNNAR: Dagur villtra blóma og dagur sjálfbærrar matargerðarlistar á Facebook

En af hverju þurfum við sérstakan dag til að vekja athygli sjálfbærni í matvælaframleiðslu?

Matvælaframleiðsla er ábyrg fyrir 26% af vistspori mannkyns. Hvað við borðum og hvernig við förum með matinn skiptir gríðarlega miklu máli. Slow Food samtökin hafa á heimsvísu látið sig málið varða.  Það eru nokkrir lykilþættir sem við verðum að bregðast við.

Minkum matarsóun!

Matarsóun á sér stað á öllum stigum matvælakeðjunnar. Við þurfum að vanda okkur við að fullnýta allar afurðir sem ræktum, veiðum og framleiðum. Svörin liggja oft í fortíðinni og við getum lært hvert af öðru hvernig hægt er að gera girnilegan, góðan og öruggan mat úr öllu sem tilfellur. Matvælaiðnaðurinn þarf að vera duglegur að gæta þess að hliðarafurðir komist í frekari vinnslu og nýsköpun og hringrásin stöðvist ekki.

Gæta þarf þess að notast við bestu mögulega þekkingu þegar kemur að flutningum og geymslu matvæla, og við sem neytendur þurfum að læra að nýta okkur frystar vörur, þurrkaðar, sýrðar og annað sem eykur geymslu og flutningsþol.

Búðir og heildsölur hafa á undanförunum árum farið að bjóða upp á vörur á afslætti sem eru að falla á dagsetningu. Þetta hefur skilað árangri og úrgangstölur stórmarkaða staðfesta það. Mikilvægt að muna að Best fyrir dagsetningar eru eingöngu viðmið, matur er oftast góður miklu lengur. Treystum nefinu.

Heima hjá okkur er mikilvægt að skipuleggja innkaup, búa til matseðla, vita hvað er til áður en farið er í búð. Nota frystinn og taka með sér mat að heima þegar farið er í bústað eða ferðalög sem annars hefði skemmst. Munum að afgangar eru hráefni í nýja og spennandi rétti.

Vitum hvaðan maturinn kemur!

Styttum keðjuna, kaupum beint af býli og frá öðrum framleiðendum eins og kostur er.  Styðjum við framleiðsluhætti sem skila Góðum, Hreinum og Sanngjörnum mat. Sanngjörnum fyrir okkur sem neytendur, fyrir framleiðandann og jörðina. Lífræn vottun er mikilvægt tæki sem hægt er að treysta. Neytendur styðja best við bakið á framleiðendum með því að kaupa vöruna. Á Íslandi komum við alltaf til með að þurfa að flytja inn eitthvað af matvælum, veljum íslenskt sé það framleitt hér. Sé hins vegar bara erlent í boði, reynum að velja það sem flutt hefur verið sjóleiðina. Ef varan hefur stutt geymsluþol, nokkra daga eða viku, eru mestar líkur á því að hún hafi komið með flugi til landsins. Spyrjum okkur: þarf ég á þessu að halda?

Gaman og gott er að rækta sjálf það sem við borðum, þá vitum við nákvæmlega hvað við erum að borða.

Aukum vægi plöntupróteina í fæðunni okkar!

Kjötneysla hverrar manneskju hefur tvöfaldast á síðustu 40 árum, og okkur hefur fjölgað um 3,5 milljarða. Tæplega 80% ræktarlands í heiminum er til að rækta fóður til dýraeldis sem gefur okkur 40% af fæðunni. 20 – 35 % af kjötneyslu Íslendinga er innflutt kjöt.

Ráðleggingar Landlæknis eru 72g af kjöti á dag (500g á viku). Það er því ekki bara heilsa jarðar sem treystir á að við borðum meira plöntu miðað fæði. Við hér á Íslandi erum heppinn og höfum aðgang að fiski úr sjálfbærum veiðum. Því miður er mikið af sjávarfangi sem kemur úr ósjálfbæru eldi. Sérstaklega er rétt að benda á risarækjur sem að mestu koma frá Suð – austur Asíu úr eldi sem ógnar lífiríki og menningararfi á stórum svæðum og er gríðarlega mengandi.

Slow Food samtökin eru grasrótarsamtök í 160 löndum, sem láta sér allt sem viðkemur mat varða. Hann á að vara góður, hreinn og sanngjarn fyrir alla.
Munum að njóta matarins, velta fyrir okkur hvaðan hann kemur og styðja við framleiðendur og framleiðsluhætti sem hjálpa til á sjálfbærni vegferð okkar allra.

Auglýsingapláss
Dóra Svavarsdóttir

Dóra Svavarsdóttir

Dóra Svavarsdóttir
Matreiðslumeistari og formaður Slow Food Reykjavík

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið