Björn Ágúst Hansson
Nemendur buðu kennurum í stórveislu | Met fjöldi í 2. bekk í matreiðslu
Þann 5. nóvember s.l. var 2. bekkur í matreiðslu og framreiðslu í Hótel og matvælaskólanum með hádegismat fyrir kennara í Menntaskólanum í Kópavogi, en þar var boðið upp á glæsilegan fjögurra rétta matseðil.
Eldhúsinu var skipt niður í fjóra hópa og einn hópur sá um einn rétt fyrir sig og núna eru 30 manns í 2. bekk í matreiðslu sem er víst met fjöldi í einum bekk að sögn Guðmundar Guðmundssonar eða Mumma sem hann er kallaður, þannig það voru 6 til 8 manns í hverjum hóp og var nóg af höndum fyrir hvern disk.

Annar rétturinn var ofnbökuð bleikja, hörpuskel og kræklingur með hvítvíns smjörsósu og kræklinga froðu.

Þriðji réttur var heilsteikt hrossalund með kartöfluköku, gljáðu rósakáli, gulrótarmauki og rauðvínssósu. ( vantar kjötið á myndina því það var transerað inn í sal.)

Fjórði og síðasti réttur var Blandaður eftirréttur í honum var malt ís, appelsínu sorbet, flamberuð pönnukaka, berjasalat og konfekt moli. ( Vantar pönnukökuna á disk, því hún var eldsteikt inn í sal.)
Þetta gekk mjög vel fyrir sig og allir fóru sáttir í kennslu eftir þessa veislu.
Myndir: Nemendur í 2. bekk.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars