Vertu memm

Björn Ágúst Hansson

Nemendur buðu kennurum í stórveislu | Met fjöldi í 2. bekk í matreiðslu

Birting:

þann

Hótel og matvælaskólinn í Kópavogi - 2. bekkur - 5. nóv. 2013

Þann 5. nóvember s.l. var 2. bekkur í matreiðslu og framreiðslu í Hótel og matvælaskólanum með hádegismat fyrir kennara í Menntaskólanum í Kópavogi, en þar var boðið upp á glæsilegan fjögurra rétta matseðil.

Eldhúsinu var skipt niður í fjóra hópa og einn hópur sá um einn rétt fyrir sig og núna eru 30 manns í 2. bekk í matreiðslu sem er víst met fjöldi í einum bekk að sögn Guðmundar Guðmundssonar eða Mumma sem hann er kallaður, þannig það voru 6 til 8 manns í hverjum hóp og var nóg af höndum fyrir hvern disk.

Fyrst var það gæs á þrjá vegu með gráðostakremi og portvíns rökum rúsínum.

Fyrst var það gæs á þrjá vegu með gráðostakremi og portvíns rökum rúsínum.

Annar rétturinn var ofnbökuð bleikja, hörpuskel og kræklingur með hvítvíns smjörsósu og kræklinga froðu.

Annar rétturinn var ofnbökuð bleikja, hörpuskel og kræklingur með hvítvíns smjörsósu og kræklinga froðu.

Þriðji réttur var heilsteikt hrossalund með kartöfluköku, gljáðu rósakáli, gulrótarmauki og rauðvínssósu. ( vantar kjötið á myndina því það var transerað inn í sal.)

Þriðji réttur var heilsteikt hrossalund með kartöfluköku, gljáðu rósakáli, gulrótarmauki og rauðvínssósu. ( vantar kjötið á myndina því það var transerað inn í sal.)

Fjórði og síðasti réttur var Blandaður eftirréttur í honum var malt ís, appelsínu sorbet, flamberuð pönnukaka, berjasalat og konfekt moli. ( Vantar pönnukökuna á disk, því hún var eldsteikt inn í sal.)

Fjórði og síðasti réttur var Blandaður eftirréttur í honum var malt ís, appelsínu sorbet, flamberuð pönnukaka, berjasalat og konfekt moli. ( Vantar pönnukökuna á disk, því hún var eldsteikt inn í sal.)

Þetta gekk mjög vel fyrir sig og allir fóru sáttir í kennslu eftir þessa veislu.

Myndir: Nemendur í 2. bekk.

/Björn Ágúst

twitter og instagram icon

Björn Ágúst Hansson er matreiðslumaður að mennt en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Björn hefur starfað meðal annars á Hótel Sögu, White Brasserie í Englandi, Þremur Frökkum. Hægt er að hafa samband við Björn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið