Veitingarýni
Morgunmaturinn á Grand Hótel
Það var einn morguninn í lok mars sem að ég þurfti að fara með eðalvagninn til læknis og meðan hann fékk aðhlynningu, skellti ég mér í morgunmat á Grand hótel.
Ég hef haft þennan sið í nokkurn tíma og alltaf jafnskemmtilegt, en nóg um það, ég kem inn í salinn er boðið að setjast við gluggann, slaka á smástund og horfi í kringum mig því ég var að sjá breytingarnar í dagsbirtu í fyrsta sinn og ekki eru þær síðri en á kvöldin, mjög vel heppnaðar breytingar.
Svo var nú komið að aðaldæminu þ.e. matnum og ákvað ég að taka frá hægri til vinstri í nokkrum hollum og er ég að lesa mig til þegar nafn mitt er nefnt og lít ég upp og fyrir innan borðið stendur Haukur Hermannsson matreiðslumeistari og tjáir mér að hann stjórni matarhluta hlaðborðins og að í dag hafi rúmir 400 gestir snætt og spjöllun við saman smástund, en svo held ég á borðið með fyrsta skammt og byrja að raða í mig, en það var súrmjólk með musli, kornflakes og púðursykri og var það virkilega gott.
Svo var næsti diskur beikon, morgunverðarpylsur, eggjabaka, eggjahræra, grill tómatur, ristað brauð, tómatsafi og appelsínu safi og var þetta allt mjög ljúffengt, utan þess að eggjabakan var fjandi þurr, en að sama skapi eggjahræran fullkomin.
Svo fékk ég mér smá ávexti og súkkulaðibakstur og var það flottur endir á góðri máltíð.
Það sem að vakti athygli mína var að það er matreiðslumeistari sem er yfir í morgunmatnum, bakari sem sér um allan bakstur og faglærðir þjónar á hverjum fingri, ég verð að viðurkenna sem fagmaður að það eru mörg ár frá því ég hef séð jafnmarga fagmenn að störfum á sama tíma í morgunmat og er það vel.
Hitt er að í einu horni salarins var morgunverðarhlaðborð með eingöngu lífrænt ræktuðum vörum og er það í fyrsta sinn sem ég sé svoleiðis á boðstólunum alveg sér.
Svo settist ég fram í gamla lobbýið og las blöðin, með kaldan svartan drykk á kantinum og aftur heyri ég nafn mitt nefnt og er þar kominn Ingólfur Einarsson Hótelstjóri og spjölluðu við saman smástund þar til einhver kallaði á hann, ég kláraði að lesa blöðin, um svipað leiti hringdi doksi og sagði vagninn klárann svo ég kvaddi og hélt á leið að ná í hann.
Allt þetta búið að gerast og ekki komið hádegi.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni