Vín, drykkir og keppni
Milljarðaviðskipti með vín – hvernig snertir það veitingageirann? – Vinarchy tekur völdin

Campo Viejo verður hluti af Vinarchy – Vínvörumerkið Campo Viejo, eitt þekktasta rauðvín Spánar, er nú komið undir nýjan fána eftir að Pernod Ricard seldi víneignasafn sitt. Nýja fyrirtækið Vinarchy sameinar fjölmörg þekkt merki og stefnir á að verða leiðandi afl í víniðnaði heimsins.
Franska framleiðslufyrirtækið Pernod Ricard hefur lokið sölu á alþjóðlegu víneignasafni sínu til Australian Wine Holdco Limited (AWL), sem á áður Accolade Wines. Við sameiningu þessara eigna hefur nýtt alþjóðlegt vínfyrirtæki, Vinarchy, verið stofnað. Samkvæmt tilkynningu frá Pernod Ricard mun fyrirtækið áfram dreifa vínum úr þessum eignasafni í nokkra mánuði til að tryggja hnökralausa yfirfærslu.
Vinarchy – Nýtt stórveldi í víniðnaði
Vinarchy sameinar eignir Accolade Wines og víneignir Pernod Ricard í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Spáni. Meðal þekktra vörumerkja í þessu eignasafni eru Jacob’s Creek, Orlando og St Hugo frá Ástralíu; Brancott Estate, Stoneleigh og Church Road frá Nýja-Sjálandi; og Campo Viejo, Ysios, Tarsus og Azpilicueta frá Spáni.
Sjá einnig: Danny Celoni stýrir nýju risafyrirtæki Vinarchy
Fyrirtækið framleiðir yfir 32 milljónir níu lítra kassa árlega og rekur 11 víngerðir í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku og Spáni.
Þetta þýðir að árleg nettósala Vinarchy, sem nemur yfir 1,5 milljörðum ástralskra dollara, um 123 milljarðar íslenskra króna. Þessi tala undirstrikar umfang og vægi nýja fyrirtækisins á alþjóðlegum víniðnaði sem starfar í mörgum löndum með yfir 1.600 starfsmenn.
Stefnumótun Pernod Ricard
Sala víneignasafnsins er hluti af stefnu Pernod Ricard um að einbeita sér að framleiðslu og sölu á hágæða alþjóðlegum áfengistegundum og kampavíni. Með þessari aðgerð hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína á þessum markaði og auka arðsemi.
Pernod Ricard hefur staðið í ströngu að undanförnu, þar sem verkföll og mótmæli hafa skekið kampavínsframleiðsluna – sjá nánar hér.
Hafa breytingarnar áhrif á Ísland?
Veitingageirinn.is leitaði til Jóns Erlings Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Mekka wines & spirits, og spurði hvort sala víneigna Pernod Ricard hefði áhrif á markaðinn hér á landi – til að mynda varðandi vinsæla vörumerkið Campo Viejo.
„Það eru engar sérstakar fréttir tengdar þessari sölu Pernod Ricard og áhrifin á Íslandi eru því engin. Framtíðin er síðan alltaf óskrifað blað, en vonandi verða þessar breytingar bara til góðs fyrir íslenska veitingamenn og neytendur – sem hafa elskað þessi frábæru vín í áratugi,“
segir Jón Erling í samtali við Veitingageirinn.is.
Framtíð Vinarchy
Vinarchy stefnir að því að verða leiðandi afl í alþjóðlegum víniðnaði með áherslu á nýsköpun og vöxt. Fyrirtækið hyggst nýta stærð sína og fjölbreytt vörumerki til að mæta breyttum neysluvenjum og auka markaðshlutdeild sína á lykilmarköðum, sérstaklega í Asíu.
Með þessari sameiningu hefur nýtt stórveldi í víniðnaði litið dagsins ljós, sem lofar spennandi þróun fyrir neytendur og aðra aðila í greininni.
Mynd: aðsend / Pernod Ricard / fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





