Markaðurinn
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
Kólumbíski matarvagninn Mijita hefur nú slegist í lið með Wolt og býður upp á girnilega, glútenfría og kólumbíska rétti, sem gerir Mijita í senn að fyrsta 100% glútenfría valkostinum sem er að finna á Wolt, og fyrsta kólumbíska matnum.
Mijita sameinar kólumbískt bragð og rétti sem innihalda hágæða íslenskt hráefni og kjöt. Útkoman sýnir sig í gómsætum empanadas hálfmánum og arepas brauð, ásamt fjölbreyttum réttum sem gætu virst framandi fyrir einhverja Íslendinga, en hafa slegið algjörlega í gegn. Mijita hóf störf árið 2022 og hefur síðan fest sig í sessi sem frumkvöðull kólumbísku arepa réttanna og empanada hálfmánanna á Íslandi.
„Við erum ótrúlega ánægð að geta boðið upp á einstaka blöndu Mijita af kólumbísku og íslensku bragði. Margir af veitingastöðunum okkar bjóða upp á glútenfría valkosti en Mijita er sá eini sem er 100 prósent glútenfrír.
Ég veit að þetta er mikill kostur fyrir fólk með ofnæmi fyrir glúteni og það skemmir ekki hvað maturinn er góður! Það er ekki hægt að bera kennsl á að maturinn sé glútenfrír þannig að Mijita er fyrir alla, ekki bara fólk með glútenóþol. Þetta er einfaldlega frábær kólumbískur matur sem vill svo til að er líka glútenfrír,“
segir Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi.
Mijita er rekið af Mariu Jimenez Pacifico, sem flutti til Íslands frá Kólumbíu þegar hún var 13 ára. Hún hefur verið að elda og framreiða mat á matarhátíðum um allt Ísland síðustu ár, en flutti reksturinn í fagurgula matarvagninn árið 2023. Matarvagninn mun aðallega vera staðsettur í Kópavogi fyrir utan þegar Mijita er tímabundið með aðstöðu á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þegar um sérstaka viðburði eða hátíðir er að ræða. Mijita mun þó halda áfram að þjónusta Wolt viðskiptavini á öllum þjónustusvæðum.
„Mijita er mjög persónulegt ferðalag fyrir mig. Nafnið Mijita þýðir „litla dóttir mín“ á spænsku. Þetta var það síðasta sem pabbi minn sagði við mig áður en hann dó og nú get ég heiðrað hann um leið og ég býð upp á hollan, skemmtilegan og nýstárlegan mat fyrir Íslendinga sem þeir hafa ekki smakkað áður.
Með sendingum frá Wolt er núna mögulegt fyrir mig að ná til enn fleira fólks sem er frábært. Ég elska að geta sýnt fleira fólki að glútenfrír matur þarf ekki að vera óspennandi heldur getur hann verið skemmtilegur og bragðmikill,“
segir Maria Jimenez Pacifico, eigandi Mijita.
Mijita býður upp á glútenfríar arepas og empanadas sem eru gerð úr maískornum, sem eru jafnframt það vinsælasta í kólumbískri matargerð og ráðandi í götumatnum í Suður Ameríku. Hvert einasta land þar er með sína eigin útgáfu, en sú sem Mijita býður upp á hefur komið þeim á topp 3 listann yfir vinsælasta götumat á Íslandi á innan við tveimur árum síðan reksturinn byrjaði.
„Maís er lykilinnihaldsefni í kólumbískri matargerð svo að í raun inniheldur kólumbískur matur afar lítið glúten. Ég er einnig með glúten- og mjólkuróþol þannig að mig langaði til að bjóða upp á bragðgóðan og hollan valkost fyrir íslenska viðskiptavini.
Við bjóðum bæði upp á kjöt- og veganálegg og fyllingar. Arfleiðin okkar, hefðbundnar, litríkar og bragðgóðar uppskriftir frá ömmu minni við strönd karabíska hafsins og Kólumbíu, og æskuminningar mínar af því að borða götumat á torginu í Plato Magdalena, heimabænum mínum, eru á meðal lykilatriðanna í velgengni okkar og sérstöðu. Sem við erum afar stolt af. Við bjóðum upp á úrval af arepas og empanadas vegna þess að við hreykjum okkur af því að uppfylla þarfir allra viðskiptavina okkar.
Breitt og mikið úrval er því nauðsynlegt vegna þess að við hugsum til viðskiptavinanna sem eru vegan eða grænmetisætur ásamt þeirra sem eru með mjólkuróþol. Mikilvægast er þó að allur okkar matur er ferskur og án aukaefna,“
segir Maria.
Söluhæstu réttir Mijita eru:
- la arepa el cerdito: 14 tíma hægeldað svínakjöt með kólumbískri sósu
- la arepa la vegetariana: Vegan valkostur, gerður með grilluðu suðrænu grænmeti í marineringu úr ferskum jurtum. Innblásinn af fjölbreyttum landbúnaði Kólumbíu.
- Empanada costeña: Hálfmáni úr maís með gómsætri suður amerískri fyllingu úr nauta- og svínahakki.
- Empanada frijolera: Vegan empanada með gómsætri fyllingu úr rauðum baunum.
- Empanada con queso: Fyllt með kólumbískum Queso Fresco osti og mozzarella.
Mijita býður einnig upp á margar gerðir af handgerðum sósum ásamt arepas og empanadas – Salsa Verde, Amarilla og Roja, sem eru allar sterkar en með mismunandi styrkleika og ólíkum ferskum innihaldsefnum.
Heimsending ólíkra matarþarfa
Reykjavík hefur úr mörgu að velja með tæplega 300 veitingastöðum í boði hjá Wolt. Wolt býður nú upp á fjölbreytt úrval af matarvalkostum fyrir mismunandi matar- og sérþarfir. Einungis í Reykjavík eru meira en 30 veitingastaðir með vegan valkosti, þar á meðal vinsæla vegan staðir eins og Vegan World Peace og Loving Vegan. Að auki býður Wolt upp á 20 veitingastaði sem bjóða upp á grænmetisrétti og margir bjóða einnig upp á halal máltíðir. Aðrir bjóða svo upp á bæði glútenlausar og laktósalausar útgáfur af réttunum.
Samkvæmt rannsókn frá Imperial College í London eru aðeins 8 prósent Íslendinga með fæðuofnæmi. Þetta gerir Íslendinga meðal þeirra sem minnst eru líklegir til að vera með fæðuofnæmi í Evrópu. Norðmenn eru aftur á móti meðal þeirra sem eru líklegastir til að vera með ofnæmi fyrir einhverju í mat, en 22 prósent Norðmanna segjast vera með fæðuofnæmi.
„Við tökum fæðuofnæmi, óþol og aðrar sérþarfir mjög alvarlega hjá Wolt, en það ætti alltaf að vera hægt að panta eitthvað bragðgott án þess að hafa áhyggjur af ofnæmi. Allir veitingastaðir hafa veitt upplýsingar um ofnæmisvalda í öllum máltíðum sem er hægt að nálgast á appinu, þannig að þær ætti að vera auðvelt að finna.
Með tvöfaldri pöntun sem nú er í boði er einnig hægt að panta frá tveimur mismunandi veitingastöðum fyrir sama sendingargjald, ef ólíkar þarfir eru til staðar,“
segir Jóhann.
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000