Sigurður Már Guðjónsson
Michelin kokkurinn Benoît Violier fannst látinn á heimili sínu
Fransk-svissneski stjörnukokkurinn Benoît Violier fannst látinn á heimili sínu í Sviss í gærdag. Violier, sem rak hið fræga veitingahúsi Restaurant de l’Hotel de Ville, sem hafði hlotið þrjár Michelin-stjörnur. Lögreglan telur að Violier hafi framið sjálfsvíg.
Lögreglan fór á heimili hans í Crissier þar sem líkið fannst. Talið er að hann hafi tekið eigið líf með skammbyssu.
Crissier er skammt frá borginni Lausanne í suðvesturhluta Sviss þar sem veitingastaður Violier er til húsa.
Restaurant de l’Hotel de Ville var valinn besti veitingastaður í heimi í tímaritinu La Liste, en þar var birtur listi yfir 1.000 veitingastaði í 48 löndum.
Lögreglan rannsakar nú málið, en segir að ekki verði gefna frekari upplýsingar um málið að svo stöddu af virðingu við fjölskyldu hins látna.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar23 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






