Sigurður Már Guðjónsson
Michelin kokkurinn Benoît Violier fannst látinn á heimili sínu
Fransk-svissneski stjörnukokkurinn Benoît Violier fannst látinn á heimili sínu í Sviss í gærdag. Violier, sem rak hið fræga veitingahúsi Restaurant de l’Hotel de Ville, sem hafði hlotið þrjár Michelin-stjörnur. Lögreglan telur að Violier hafi framið sjálfsvíg.
Lögreglan fór á heimili hans í Crissier þar sem líkið fannst. Talið er að hann hafi tekið eigið líf með skammbyssu.
Crissier er skammt frá borginni Lausanne í suðvesturhluta Sviss þar sem veitingastaður Violier er til húsa.
Restaurant de l’Hotel de Ville var valinn besti veitingastaður í heimi í tímaritinu La Liste, en þar var birtur listi yfir 1.000 veitingastaði í 48 löndum.
Lögreglan rannsakar nú málið, en segir að ekki verði gefna frekari upplýsingar um málið að svo stöddu af virðingu við fjölskyldu hins látna.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni5 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir