Freisting
Matvörur dýrastar á Íslandi
Íslendingar og Norðmenn eiga eitt sameiginlegt, hátt matvöruverð. Verð á matvörum í verslunum á Íslandi er 42 prósentum hærra á Íslandi og 38 prósentum hærra í Noregi en í löndum Evrópusambandsins. Helsta ástæðan er talin samkeppnishöft í innflutningi á búvörum.
Árið 2003 greiddu neytendur á Norðurlöndunum 12-42 prósentum hærra meðalverð fyrir mat- og drykkjarvörur en neytendur í 15 löndum Evrópusambandsins. Lægst var verðið í Grikklandi. Verð á mat og drykkjarvörum hefur hækkað meira á Íslandi en á hinum norðurlöndunum, eða um 14 prósent, 1999-2005. Þetta kemur fram í norrænni matvöruskýrslu sem Samkeppniseftirlitið kynnti í gær.
Í henni segir að neytendur á Norðurlöndunum hafi úr færri vörutegundum að velja í stórmörkuðum en neytendur í Frakklandi. Minnst sé vöruvalið á Íslandi og í Noregi. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í smásöluverslun á norðurlöndum og er Ísland þar engin undantekning, ekki síst ef litið er til markaðshlutdeildar þriggja stærstu verslanakeðjanna.
Þá kemur í ljós að meiri samþjöppun hefur átt sér stað á Norðurlöndum en í Þýskalandi og Bretlandi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að kraftar samkeppninnar vinni ekki nógu vel neytendum í hag og vill til dæmis minnka samkeppnishömlur í innflutningi.
Hann vill leggja áherslu á eftirlit með samkeppnisháttum á matvörumarkaði og mun á næstu vikum og mánuðum eiga viðræður við stjórnvöld og hagsmunaaðila um hvað sé tilráða og hvernig eigi að forgangsraða verkefnum. Auka þurfi aðgang birgja að hilluplássi þannig að vöruval aukist og skipuleggja aðgang verslana að húsnæði og byggingarlóðum með tilliti til samkeppni.
Fara þurfi yfir alla frekari samruna á þessum markaði og skoða hvort hugsanlegar samkeppnishindranir tengist aukinni samþjöppun og fákeppni. Ásta Möller alþingismaður segir að 42 prósent séu geysimikill verðmunur og telur sjálfsagt að skoða innflutningshömlur á landbúnaðarvörum.
„Ég held samt að Íslendingar séu tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir innlendar vörur. Ég held að það séu töluverðir möguleikar á hagræðingu í landbúnaði þannig að það getur verið gott að fá samkeppni utan frá. Það kemur mér á óvart að samþjöppun sé svipuð hér og á öðrum Norðurlöndum,“ segir Ásta Möller, alþingismaður.
Greint frá á visir.is
Hér fyrir neðan er fréttatilkynning frá Samtökum ferðaþjónustunnar:
MATVÖRUVERÐ 42% HÆRRI Á ÍSLANDI EN Í LÖNDUM ESB
Samtök ferðaþjónustunnar taka undir með Samkeppniseftirlitinu að óásættanlegt sé að íslenskir neytendur þ.m.t. veitingahúsin í landinu, greiði 42% hærra verð fyrir matvæli en aðrar þjóðir í ESB löndunum.
Íslensk ferðaþjónusta er í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði og brýnt að hún búi við svipað starfsumhverfi og aðrar þjóðir í Evrópu. Hráefnisinnkaup, sérstaklega innkaup landbúnaðarvara, eru einn stærsti kostnaðarliður veitingastaða og hefur alltof hátt landbúnaðarverð gert rekstur íslenskra veitingahúsa erfiðan.
Samtök ferðaþjónustunnar skora á íslensk stjórnvöld að bretta upp ermar og vinna að því að íslenskir neytendur þ.m.t. veitingahús geti keypt matvæli á svipuðu verði og aðrar þjóðir.
Nánari upplýsingar gefur
Erna Hauksdóttir
framkvæmdastjóri
Sími: 822-0057
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni