Vertu memm

Freisting

Matvæladagur MNÍ 2005

Birting:

þann

Matvæladagur MNÍ 2005
-Stóreldhús og mötuneyti-

Matvæladagur MNÍ 2005 verður haldinn föstudaginn 14. október nk. á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ).  Efni dagsins í ár er „Stóreldhús og mötuneyti.“  Efnt verður til ráðstefnu þar sem erlendir og innlendir sérfræðingar í málefninu halda fyrirlestra.  Dagskráin verður frá kl 12:30-17 á Grand Hótel Reykjavík, sjá meðfylgjandi dagskrá og skráningareyðublað hér fyrir neðan.  Búast má við skemmtilegum og fræðandi degi og allir, sem koma að starfsemi stóreldhúsa og mötuneyta, eru hvattir til að mæta. 

Tímasetning Matvæladagsins er valin með tilliti til þess að 16. október ár hvert minnir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, á misskiptingu fæðu í heiminum á alþjóðlegum degi fæðunnar.

Í fundarhléi verður „Fjöregg MN͓ afhent en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík. Öllum er frjálst að tilnefna vörur eða verkefni til keppninnar.   Þriggja manna dómnefnd metur tilnefningar og verður þeim stillt fram til sýnis meðan á ráðstefnunni stendur.  Tilnefningar skal senda á netföngin [email protected] eða [email protected].

 

Matvæladagur MNÍ 2005

– Stóreldhús og mötuneyti –

 

Staður:           Grand Hótel Reykjavík

Tími:               Föstudaginn 14. október kl. 12:30-17:00

 

12.30

Skráning

 

13.00

 

13.05

Ávarp formanns

 

Setning

Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir, formaður MNÍ

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra

 

Straumar og stefnur í þróun stóreldhúsa

 

13.15

The challenge of being a leader of a large scale kitchen in a hospital or a nursing home

Mary-Ann Sørensen, Danmörku

14.00

Foodservice in Swedish hospitals; a challenge for the future

Sara-Mari Jonsson, Svíþjóð

 

Stefna og aðgerðir opinberra aðila

 

14:30

Allt hefur áhrif, einkum við sjálf!

 

Jórlaug Heimisdóttir, Lýðheilsustöð

15:00

Afhending Fjöreggs MNÍ

 

 

15:10

Kaffihlé

 

15:30

Stutt erindi um mötuneyti fyrir ólíka hópa

 

 

Gott veganesti

Valentína Björnsdóttur, Móður náttúru

 

Hollt í hádeginu

Olga Mörk Valsdóttir, Sláturfélagi Suðurlands

 

Skólamáltíðir – komnar til að vera

Ólafur Sæmundsson, næringarfræðingur

 

Fyrirbyggjandi viðhald – heilsuátak hjá ISAL

Hildur Atladóttir, Alcan á Íslandi

 

Hjúkrunarheimilið Sóltún, eldhúsrekstur

Guðný Jónsdóttir, Sóltúni

16:45

Samantekt og ráðstefnuslit

 

 

 

Ráðstefnustjóri: Heiða Björg Hilmisdóttir, forstöðumaður eldhúss LSH

 

Þátttökugjald: 4000 kr og 2000 kr. fyrir nemendur (Innifalin ráðstefnugögn, kaffi og meðlæti)

 

 

Þátttökutilkynning

Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 12. október til Helgu í tölvupósti [email protected] eða á faxi: 567 4689

 

Nafn:____________________________________________________________

Fyrirtæki:_________________________________________________________

Heimilisfang:______________________________________________________

Sími:_____________________________________________________________

Reikningur sendist til ________________________________________________

Þátttökugjald greitt við skráningu (ekki tekið á móti kortum):________________

 

 

Fréttatilkynning

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið