Freisting
Matvæladagur MNÍ 2005
Matvæladagur MNÍ 2005 verður haldinn föstudaginn 14. október nk. á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ). Efni dagsins í ár er Stóreldhús og mötuneyti. Efnt verður til ráðstefnu þar sem erlendir og innlendir sérfræðingar í málefninu halda fyrirlestra. Dagskráin verður frá kl 12:30-17 á Grand Hótel Reykjavík, sjá meðfylgjandi dagskrá og skráningareyðublað hér fyrir neðan. Búast má við skemmtilegum og fræðandi degi og allir, sem koma að starfsemi stóreldhúsa og mötuneyta, eru hvattir til að mæta. Tímasetning Matvæladagsins er valin með tilliti til þess að 16. október ár hvert minnir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, á misskiptingu fæðu í heiminum á alþjóðlegum degi fæðunnar. Í fundarhléi verður Fjöregg MNÍ afhent en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík. Öllum er frjálst að tilnefna vörur eða verkefni til keppninnar. Þriggja manna dómnefnd metur tilnefningar og verður þeim stillt fram til sýnis meðan á ráðstefnunni stendur. Tilnefningar skal senda á netföngin asta@syni.is eða svavaen@landspitali.is. Matvæladagur MNÍ 2005 – Stóreldhús og mötuneyti
Staður: Grand Hótel Reykjavík Tími: Föstudaginn 14. október kl. 12:30-17:00
Ráðstefnustjóri: Heiða Björg Hilmisdóttir, forstöðumaður eldhúss LSH Þátttökugjald: 4000 kr og 2000 kr. fyrir nemendur (Innifalin ráðstefnugögn, kaffi og meðlæti) Þátttökutilkynning
Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 12. október til Helgu í tölvupósti helga9@visir.is eða á faxi: 567 4689 Nafn:____________________________________________________________ Fyrirtæki:_________________________________________________________ Heimilisfang:______________________________________________________ Sími:_____________________________________________________________ Reikningur sendist til ________________________________________________ Þátttökugjald greitt við skráningu (ekki tekið á móti kortum):________________
Fréttatilkynning smari@freisting.is |

-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni5 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir