Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Matarbankar gætu dregið verulega úr matarsóun | Food banks veita þrjár milljónir máltíða á hverju ári með mat sem annars hefði farið í ruslið

Birting:

þann

Hvítlaukur

Ný norræn rannsókn sem fjármögnuð var af Norrænu ráðherranefndinni sem hluti af áætluninni um grænan vöxt á Norðurlöndum sýnir að árið 2013 voru veittar þrjár milljónir máltíða sem gerðar voru úr afgangsmat þrátt fyrir að á Norðurlöndum séu aðeins þrír „opinberir“ matarbankar (miðstöðvar sem taka við mat og dreifa til góðgerðarsamtaka).

Rannsóknin sýnir einnig fram á mikilvægi staðbundinnar dreifingar á mat frá heildsölum og matvælaframleiðendum til góðgerðarsamtaka.  Matarbankarnir þrír lögðu til um það bil 1,6 milljónir máltíða, en áætlað er að tvisvar til þrisvar sinnum fleiri máltíðum hafi verið dreift beint.

Nánar um rannsóknina er hægt að lesa á vef norden.org með því að smella hér.

 

Mynd: úr safni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið