Sverrir Halldórsson
KS kaupir Sláturhúsið á Hellu og Kjötbankann í Hafnarfirði
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur keypt 60 prósenta hlut í Sláturhúsinu á Hellu og einnig 60 prósenta hlut í Kjötbankanum í Hafnarfirði af Þorgils Torfa Jónssyni og tengdum aðilum. Fyrir á Sláturhúsið á Hellu 40 prósenta hlut í Kjötbankanum. Kaupverð er ekki gefið upp. Kaupin voru tilkynnt Samkeppnisstofnun í gær og eru þau háð samþykki stofnunarinnar.
KS rekur öfluga afurðastöð á Sauðárkróki sem slátrar sauðfé, nautgripum og hrossum auk þess að eiga helming í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Sláturhúsið á Hellu er vel tækjum búið stórgripasláturhús og staðsett í öflugu landbúnaðarhéraði. KS hefur um 35 prósenta hlutdeild í sauðfjárslátrun og vinnslu á landinu.
Með kaupunum nú verður hlutfallið orðið svipað í nautakjöti og stefnir í slíkt hið sama hvað varðar hrossaslátrun, að því er fram kemur í nýjasta Bændablaðinu, en hægt er að lesa nánar um kaupin með því að smella hér.
Mynd: skjáskot úr google korti
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma