Markaðurinn
Koziol Superglas: Óbrjótanleg lúxusglös
Hjá heildsölu Ásbjarnar Ólafsonar fást Koziol Superglas glösin – ein allra glæsilegustu og endingarbestu glösin á markaðnum í dag. Lyftu upplifun gesta og viðskiptavina upp á hærra plan með þessum einstöku og glæsilegu glösum úr óbrjótanlegu hátækniplasti sem á sér engan líkan hvað varðar endingu og styrkleika, einstök nýsköpun sem hentar sérstaklega vel fyrir veitingahús, heilsulindir, sundstaði eða á önnur útisvæði.
Fallega hönnuð og vönduð glös sem fara vel í hendi og gefa drykkjum af öllum gerðum fágað yfirbragð. Hvort sem Koziol Superglas er notað undir kokteila eða kaffi haldast glösin kristaltær og laus við rispur með byltingarkenndri demantsáferð, ásamt því að halda hitastigi drykkjarins mun lengur. Glösin standast allar reglugerðir sem banna gler, eru 100% endurvinnanleg og mega fara í uppþvottavél.
Superglas lúxusglösin frá þýska vörumerkinu Koziol eru gerð úr endurunnu og sjálfbæru efni svo þú getur borið fram drykki með hreinni samvisku. Séu pöntuð 250 stk. eða fleiri í gerð bjóða Koziol upp á sérmerkingar en fyrir 500 stk. eða fleiri er í boði að sérlita glösin í þínum fyrirtækjalit.
Glösin eru hin fullkomna blanda hagnýtingar og glæsileika þar sem styrkur mætir stíl og hver sopi gefur tilefni til að fagna. Falleg og endingargóð glös sem líta út eins og gler en hafa alla helstu kosti plastsins – bara enn betri, rispufrí og laus við alla skýjamyndun eftir umferð í uppþvottavélinni.
Koziol superglas eru tilvalin á útisvæðin í sumar; heilsulindina, pallinn, bjórgarðinn og allan annan veitingarekstur þar sem gott væri að sleppa glerinu án þess að fórna stílnum.
Hafðu samband við Söludeild Ásbjarnar Ólafssonar og kynntu þér meira um Koziol Superglas.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður











