Freisting
"Kokkakeppni" í Rimaskóla
Þriðja úrslitakeppnin á jafnmörgum árum fór fram í Kokkakeppni Rimaskóla þriðjudaginn 21. mars. Sjö kokkalið komust í úrslitin með fjóra fiskrétti og þrjá kjúklingarétti.
Umsjón með framkvæmdinni var Áslaug H. Traustadóttir heimilisfræðikennari. Silfurliðið frá í fyrra bar sigur úr bítum núna en stig dómnefndarmanna dreifðust afar jafnt á milli réttanna.
Þorskhnakki var rétturinn sem sigraði, matreiddur af þeim Tinnu Lind Hallsdóttur, Fanneyju Jónasdóttur og Katrínu Hrund Pálsdóttur í 10-R. Glæsileg verðlaun til þriggja efstu liðanna gáfu Veitingahúsin Argentína og Tveir fiskar, Gripið og greitt, Rimaskóli og Landsbankinn í Grafarvogi.
Þess ber að geta að einn af dómurunum var Egill M. Egilsson sem vann keppnina fyrir tveimur árum, en starfar nú sem kokkanemi í Perlunni.
Greint frá á heimasíðu Rimaskóla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Keppni5 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni1 dagur síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….