Freisting
"Kokkakeppni" í Rimaskóla
Þriðja úrslitakeppnin á jafnmörgum árum fór fram í Kokkakeppni Rimaskóla þriðjudaginn 21. mars. Sjö kokkalið komust í úrslitin með fjóra fiskrétti og þrjá kjúklingarétti.
Umsjón með framkvæmdinni var Áslaug H. Traustadóttir heimilisfræðikennari. Silfurliðið frá í fyrra bar sigur úr bítum núna en stig dómnefndarmanna dreifðust afar jafnt á milli réttanna.
Þorskhnakki var rétturinn sem sigraði, matreiddur af þeim Tinnu Lind Hallsdóttur, Fanneyju Jónasdóttur og Katrínu Hrund Pálsdóttur í 10-R. Glæsileg verðlaun til þriggja efstu liðanna gáfu Veitingahúsin Argentína og Tveir fiskar, Gripið og greitt, Rimaskóli og Landsbankinn í Grafarvogi.
Þess ber að geta að einn af dómurunum var Egill M. Egilsson sem vann keppnina fyrir tveimur árum, en starfar nú sem kokkanemi í Perlunni.
Greint frá á heimasíðu Rimaskóla
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Veitingarýni10 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro