Freisting
"Kokkakeppni" í Rimaskóla
Þriðja úrslitakeppnin á jafnmörgum árum fór fram í Kokkakeppni Rimaskóla þriðjudaginn 21. mars. Sjö kokkalið komust í úrslitin með fjóra fiskrétti og þrjá kjúklingarétti.
Umsjón með framkvæmdinni var Áslaug H. Traustadóttir heimilisfræðikennari. Silfurliðið frá í fyrra bar sigur úr bítum núna en stig dómnefndarmanna dreifðust afar jafnt á milli réttanna.
Þorskhnakki var rétturinn sem sigraði, matreiddur af þeim Tinnu Lind Hallsdóttur, Fanneyju Jónasdóttur og Katrínu Hrund Pálsdóttur í 10-R. Glæsileg verðlaun til þriggja efstu liðanna gáfu Veitingahúsin Argentína og Tveir fiskar, Gripið og greitt, Rimaskóli og Landsbankinn í Grafarvogi.
Þess ber að geta að einn af dómurunum var Egill M. Egilsson sem vann keppnina fyrir tveimur árum, en starfar nú sem kokkanemi í Perlunni.
Greint frá á heimasíðu Rimaskóla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var