Freisting
"Kokkakeppni" í Rimaskóla
Þriðja úrslitakeppnin á jafnmörgum árum fór fram í Kokkakeppni Rimaskóla þriðjudaginn 21. mars. Sjö kokkalið komust í úrslitin með fjóra fiskrétti og þrjá kjúklingarétti.
Umsjón með framkvæmdinni var Áslaug H. Traustadóttir heimilisfræðikennari. Silfurliðið frá í fyrra bar sigur úr bítum núna en stig dómnefndarmanna dreifðust afar jafnt á milli réttanna.
Þorskhnakki var rétturinn sem sigraði, matreiddur af þeim Tinnu Lind Hallsdóttur, Fanneyju Jónasdóttur og Katrínu Hrund Pálsdóttur í 10-R. Glæsileg verðlaun til þriggja efstu liðanna gáfu Veitingahúsin Argentína og Tveir fiskar, Gripið og greitt, Rimaskóli og Landsbankinn í Grafarvogi.
Þess ber að geta að einn af dómurunum var Egill M. Egilsson sem vann keppnina fyrir tveimur árum, en starfar nú sem kokkanemi í Perlunni.
Greint frá á heimasíðu Rimaskóla

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.