Freisting
"Kokkakeppni" í Rimaskóla

Þriðja úrslitakeppnin á jafnmörgum árum fór fram í Kokkakeppni Rimaskóla þriðjudaginn 21. mars. Sjö kokkalið komust í úrslitin með fjóra fiskrétti og þrjá kjúklingarétti.
Umsjón með framkvæmdinni var Áslaug H. Traustadóttir heimilisfræðikennari. Silfurliðið frá í fyrra bar sigur úr bítum núna en stig dómnefndarmanna dreifðust afar jafnt á milli réttanna.
Þorskhnakki var rétturinn sem sigraði, matreiddur af þeim Tinnu Lind Hallsdóttur, Fanneyju Jónasdóttur og Katrínu Hrund Pálsdóttur í 10-R. Glæsileg verðlaun til þriggja efstu liðanna gáfu Veitingahúsin Argentína og Tveir fiskar, Gripið og greitt, Rimaskóli og Landsbankinn í Grafarvogi.
Þess ber að geta að einn af dómurunum var Egill M. Egilsson sem vann keppnina fyrir tveimur árum, en starfar nú sem kokkanemi í Perlunni.
Greint frá á heimasíðu Rimaskóla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





