Vertu memm

Frétt

Kokka Yoga og Yoga dans – Hressandi morguntímar sem stilla líkamann af fyrir vinnudaginn

Birting:

þann

Kristján Björn Þórðarson

Kristján Björn Þórðarson

Sérsniðnir tímar fyrir þá sem vinna á öðrum vöktum en 9-5 og að beiðni starfsfólks í veitingageiranum.

Kokka Yoga er sérniðið 4 vikna námskeið sem hefst 14. október og stendur til 9. nóvember. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 09:30-10:30.

Í tímunum er unnið með kröftugt jógaflæði og áhersla lögð á styrk, liðleika og jafnvægi.

Tímarnir hefjast með rólegri öndun og enda á góðri slökun.

Kristján Björn Þórðarson hefur séð um að liðka Herramenn Kramhússins síðastliðin ár og hefur nú umsjón með Kokka yoga tímunum.

Dans og yoga: gleði, styrkur og vellíðan inní daginn

Kristín Bergsdóttir

Kristín Bergsdóttir

Kristín Bergsdóttir sér um Yoga og dans tímana sem einnig eru kl. 9:30 og í boði alla þriðjudaga og fimmtudaga. Kraftmiklir og skemmtilegir tímar með líflegri tónlist og gleði. Í þeim sameinast dansspor og jógastöður. Allir tímarnir enda svo á slökun og hugleiðslu.

Kristín er tónlistarkona, dansari og jógakennari. Hún hefur kennt bæði afró og brasilíska dansa í Kramhúsinu og fléttar nú hún jógfræðin inní tímana til að auka styrk og vellíðan.

Sjá nánar Kokka Yoga með Kristjáni hér.

Sjá nánar Morgunstund með Kristínu – Dans og jóga hér.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið