Frétt
Kokka Yoga og Yoga dans – Hressandi morguntímar sem stilla líkamann af fyrir vinnudaginn
Sérsniðnir tímar fyrir þá sem vinna á öðrum vöktum en 9-5 og að beiðni starfsfólks í veitingageiranum.
Kokka Yoga er sérniðið 4 vikna námskeið sem hefst 14. október og stendur til 9. nóvember. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 09:30-10:30.
Í tímunum er unnið með kröftugt jógaflæði og áhersla lögð á styrk, liðleika og jafnvægi.
Tímarnir hefjast með rólegri öndun og enda á góðri slökun.
Kristján Björn Þórðarson hefur séð um að liðka Herramenn Kramhússins síðastliðin ár og hefur nú umsjón með Kokka yoga tímunum.
Dans og yoga: gleði, styrkur og vellíðan inní daginn
Kristín Bergsdóttir sér um Yoga og dans tímana sem einnig eru kl. 9:30 og í boði alla þriðjudaga og fimmtudaga. Kraftmiklir og skemmtilegir tímar með líflegri tónlist og gleði. Í þeim sameinast dansspor og jógastöður. Allir tímarnir enda svo á slökun og hugleiðslu.
Kristín er tónlistarkona, dansari og jógakennari. Hún hefur kennt bæði afró og brasilíska dansa í Kramhúsinu og fléttar nú hún jógfræðin inní tímana til að auka styrk og vellíðan.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi