Vertu memm

Markaðurinn

Kjarnafæði setur á markað íslenskt Beef Jerky

Birting:

þann

Íslenskt Beef Jerky

Fjölskyldufyrirtækið Kjarnafæði sem fagnaði 33 ára afmæli sínu í gær 19. mars hefur undanfarið þróað og nú sett á markað íslenskt þurrkað og kryddað nautakjöt sem kallast Beef Jerky og er með Teriyaki kryddblöndu. Beef Jerky er afar vinsælt kjötsnakk sem reynist, útivistar- veiði og íþróttafólk vegna þess hversu próteinrík þessi vara er með alvöru kjötpróteini.

Varan er þó ekki síður frábær kostur í stað annars upp í sófa yfir góðri bók eða bíómynd eða einfaldlega í veislur.

Beef Jerky Teriyaki frá Kjarnafæði getur einnig hentað frábærlega fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á orkumikla og góða næringu í krefjandi landslagi Íslands og var sérstaklega horft til erlendra ferðamanna við hönnun á umbúðunum en þar má að sjálfsögðu líka finna íslenskan texta þegar kemur að innihaldi og næringargildi vörunnar. Þá eru pokarnir endurlokanlegir þannig að ekkert fari til spillis.

Tryggðu þér eintak

Varan hefur mælst gríðarlega vel fyrir hjá þeim sem hafa smakkað en hægt er að fá eina kryddtegund enn sem komið. Undirbúningur fyrir fleiri tegundir er í fullum gangi og ætti að líta dagsins ljós fljótlega ef sala á þessari tegund gengur vel sem allt stefnir í að geri.

Íslenskt Beef Jerky

Auðvelt er að panta Beef Jerky hjá sölufólki Kjarnafæðis í síma 460-7400 en pokarnir fást einnig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Bónus, Samkaupsverslunum, Fjarðarkaupum og koma til með að fást víðar á næstu misserum.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið