Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Keyptu gamlan pulsuvagn, rifu allt út úr honum og innréttuðu upp á nýtt – Selja grimmt af Napólí pizzum
Nýjasta viðbótin í veitingaflóruna í miðborg Reykjavíkur er pizzuvagninn Pizza Port sem er að finna við Laugaveg 48.
Þar standa vaktina tveir ungir menn og reiða fram súrdeigspizzur sem bakaðar eru í Ooni pizzaofnum sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu misseri.
„Við fengum bullandi pizzu-dellu í covid. Okkur langaði alltaf að gera eitthvað svona saman og ákváðum síðasta sumar að kýla á það. Síðan þá höfum við unnið að undirbúningi og nú er þetta komið af stað,“
segir Emil Bjartur Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Opið er alla daga frá klukkan 11:30 til 21:00.
Hann og félagi hans Eiríkur Atli Karlsson hafa haft í nógu að snúast síðan vagninn var opnaður fyrr mánuði. Þeir félagar festu kaup á gömlum pulsuvagni, rifu allt út úr honum og innréttuðu upp á nýtt. Pizzurnar eru Napólí pizzur úr súrdeigi og hægt er að velja úr nokkrum tegundum af matseðli.
Myndir: facebook / Pizza Port
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt