Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Keyptu gamlan pulsuvagn, rifu allt út úr honum og innréttuðu upp á nýtt – Selja grimmt af Napólí pizzum
Nýjasta viðbótin í veitingaflóruna í miðborg Reykjavíkur er pizzuvagninn Pizza Port sem er að finna við Laugaveg 48.
Þar standa vaktina tveir ungir menn og reiða fram súrdeigspizzur sem bakaðar eru í Ooni pizzaofnum sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu misseri.
„Við fengum bullandi pizzu-dellu í covid. Okkur langaði alltaf að gera eitthvað svona saman og ákváðum síðasta sumar að kýla á það. Síðan þá höfum við unnið að undirbúningi og nú er þetta komið af stað,“
segir Emil Bjartur Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Opið er alla daga frá klukkan 11:30 til 21:00.
Hann og félagi hans Eiríkur Atli Karlsson hafa haft í nógu að snúast síðan vagninn var opnaður fyrr mánuði. Þeir félagar festu kaup á gömlum pulsuvagni, rifu allt út úr honum og innréttuðu upp á nýtt. Pizzurnar eru Napólí pizzur úr súrdeigi og hægt er að velja úr nokkrum tegundum af matseðli.
Myndir: facebook / Pizza Port
-
Frétt21 klukkustund síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum