Markaðurinn
Kahlúa kakan 2016
Ísam ehf. og Mekka Wines & Spirits ásamt Puratos og Kahlúa efna til kökugerðarkeppni sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica 20. apríl 2016.
Keppendur búa til tvær eins kökur (6-8 manna) sem verða að innihalda Kahlúa líkjör og Puratos bökunarvörur. Kahlúa mun útvega keppendum flösku af Kahlúa til að þróa kökuna (1 flaska á hvern vinnustað) og Ísam mun bjóða Puratosvörur á sérkjörum.
Framkvæmd keppni:
Kökum skal skila á Hilton Reykjavík Nordica milli kl. 14-15 miðvikudaginn þann 20. apríl 2016.
Þar munu dómarar dæma kökurnar eftir bragði, útliti og samsetningu.
Dómnefndin er skipuð af 3 sælkerum.
Kökurnar verða til sýnis á vörusýningu Ísam á Hilton Reykjavík Nordica og þar verða úrslitin kynnt.
Kakan sem ber sigur úr býtum mun hljóta titillinn „Kahlúakakan 2016“
Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin:
1. Gjafabréf að verðmæti 70.000kr frá Icelandair ásamt bikar og gjafakörfu.
2. Gjafakarfa frá Ísam og Kahlúa
3. Gjafakarfa frá Ísam og Kahlúa
Allir keppendur fá viðurkenningarskjal að keppni lokinni.
Skráning er á netfangið [email protected] í síðasta lagi 14.apríl 2016.
Nánari upplýsingar veitir Eggert Jónsson í síma 856-2762 eða [email protected]
Helstu reglur og viðmið keppninnar er hægt að lesa með því að smella hér.
Með bestu kveðju,
Kahlúa, Puratos og Ísam.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.