Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffibrennslan fékk viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir fallegustu jólaskreytinguna

Jón Ágúst Hreinsson og Anna Sif Gunnarsdóttir tóku við verðlaununum fyrir hönd Kaffibrennslunnar er hér eru þau með Salóme Rósu Þorkelsdóttur frá deild borgarhönnunar og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, afhenti nú á dögunum viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytingar rekstraraðila í miðborginni. 38 þrep, Laugavegi 49, fékk viðurkenningu fyrir fallegustu jólagluggaskreytinguna á meðan Kaffibrennslan, Laugavegi 21, fékk viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytinguna.
Markmiðið með viðurkenningunum er að hvetja rekstraraðila til að skreyta hjá sér og skapa í leiðinni hlýlega og jólalega ásýnd í miðborginni. Óhætt er að segja að miðborgin hafi sjaldan verið fallegri á aðventunni og greinilegt að mörg hafa lagt sitt af mörkum við lýsa upp skammdegið með skemmtilegu skrauti.
Hjá Kaffibrennslunni er það gróðurhúsið góða sem setur mikinn svip á umhverfið og svo hafa margir vegfarendur, stórir sem smáir, staldrað við og haft gaman af þvottasnúru jólasveinsins.
Í 38 þrepum er það gulllitaða vegglistaverkið, grenilengja og pakkaskreytingar, sem mynda hátíðlega heild í og við útstillingargluggana.
Viðurkenningin hefur verið veitt einu sinni áður, fyrir jólin 2021, þá í einum flokki þegar Apótekið var verðlaunað fyrir bestu jólaskreytinguna.
Mynd: reykjavik.is / Róbert Reynisson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum