Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffibrennslan fékk viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir fallegustu jólaskreytinguna
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, afhenti nú á dögunum viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytingar rekstraraðila í miðborginni. 38 þrep, Laugavegi 49, fékk viðurkenningu fyrir fallegustu jólagluggaskreytinguna á meðan Kaffibrennslan, Laugavegi 21, fékk viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytinguna.
Markmiðið með viðurkenningunum er að hvetja rekstraraðila til að skreyta hjá sér og skapa í leiðinni hlýlega og jólalega ásýnd í miðborginni. Óhætt er að segja að miðborgin hafi sjaldan verið fallegri á aðventunni og greinilegt að mörg hafa lagt sitt af mörkum við lýsa upp skammdegið með skemmtilegu skrauti.
Hjá Kaffibrennslunni er það gróðurhúsið góða sem setur mikinn svip á umhverfið og svo hafa margir vegfarendur, stórir sem smáir, staldrað við og haft gaman af þvottasnúru jólasveinsins.
Í 38 þrepum er það gulllitaða vegglistaverkið, grenilengja og pakkaskreytingar, sem mynda hátíðlega heild í og við útstillingargluggana.
Viðurkenningin hefur verið veitt einu sinni áður, fyrir jólin 2021, þá í einum flokki þegar Apótekið var verðlaunað fyrir bestu jólaskreytinguna.
Mynd: reykjavik.is / Róbert Reynisson
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Starfsmannavelta4 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?