Sigurður Már Guðjónsson
Jómfrúin fær nýja eigendur
Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson, stofnendur veitingahússins Jómfrúarinnar, hafa selt fyrirtækið ásamt fasteignum í Lækjargötu til Jakobs Einars Jakobssonar og Birgis Bieltvedt. Jakob Einar er sonur Jakobs, en allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1996 hefur Jakob eldri verið í forsvari fyrir það.
Jakob Einar segir að varlega verði ráðist í breytingar á veitingahúsinu og að viðskiptavinir muni ganga að því vísu sem þeir þekki þaðan.
Við stefnum þó að því að gera ákveðnar breytingar. Meðal annars ætlum við að lengja afgreiðslutímann fram á kvöldið og ég veit að það er kærkomin breyting fyrir marga sem vilja gæða sér á smurbrauði eftir klukkan sex á daginn.
Segir Jakob Einar í samtali við mbl.is.
Samhliða lengri afgreiðslutíma, sem Jakob segir ekki síst hugsaðan til að mæta fjölgun ferðamanna í miðborginni, stefna nýir eigendur að því að efla veisluþjónustu Jómfrúarinnar. Þannig verði stoðirnar undir fyrirtækinu treystar enn frekar.
Jakob verður framkvæmdastjóri en Birgir Bieltvedt verður stjórnarformaður. Sá síðarnefndi kaupir meirihluta í fyrirtækinu, en hann hefur á umliðnum árum fjárfest í veitingafyrirtækjum hér heima, í Noregi og Svíþjóð, þeirra á meðal Domino’s Pizza, Joe & the Juice og Gló.
Greint frá á mbl.is.
Mynd: Sverrir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill