Uncategorized @is
Jólapartý Stella Artois á Bjórgarðinum
Hið árlega jólapartý Stella Artois fór fram nú á miðvikudaginn, til að fagna útkomu hátíðarútgáfu Stella Artois í 750ml flösku.
Að þessu sinni var fögnuðurinn á Bjórgarðinum og óhætt að segja að margt hafi verið um manninn. Logi Bergmann sá um veislustjórn og leysti það verkefni af sinni alkunnu snilld.
Tríóið Jazzenhausen sá um tónlistina og leynigestur kvöldsins, Eyþór Ingi, tók nokkur lög með hljómsveitinni og var líflegur á sviðinu í gríni og eftirhermugír.
Stella Artois, í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag, var upphaflega bruggaður sem jólabjór fyrir íbúa Leuven, heimabæjar Stellu. Bjórinn sló svo rækilega í gegn að ákveðið var að brugga hann allt árið um kring.
Í dag er Stella Artois mest seldi belgíski bjór heims og lang vinsælasti flöskubjórinn á Íslandi.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya















