Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Jói í Múlakaffi opnar veislu- og viðburðastað í Sjálandi

Birting:

þann

Sjáland við Arnarnesvoginn í Garðabæ

Mynd: sjaland210.is

Einn eftirsóttasti veislu- og viðburðarstaðurinn í Garðabæ, sjálft Sjálandið, hefur verið opnaður á ný en staðnum var lokað í október í fyrra eftir að rekstrarfélagið varð gjaldþrota.

Jóhannes Stefánsson

Jói í Múlakaffi
Mynd: Nauthóll

Fjölskyldan í Múlakaffi hefur tekið við rekstrinum, en eigandi þess er meðal annars Jóhannes Stefánsson matreiðslumeistari eða Jói í Múlakaffi eins og hann er kallaður.

„Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í framboð okkar á veislu- og veitingaþjónustu. Sjáland er einn glæsilegasti veislu- og viðburðastaður landsins á mögnuðum stað við sjávarsíðuna,“

segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari
Mynd: eythorkokkur.is

Yfirkokkur Múlakaffis, Eyþór Rúnarsson, hefur umsjón með matseðli og áherslum Sjálands í mat og drykk.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið