Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jói í Múlakaffi opnar veislu- og viðburðastað í Sjálandi
Einn eftirsóttasti veislu- og viðburðarstaðurinn í Garðabæ, sjálft Sjálandið, hefur verið opnaður á ný en staðnum var lokað í október í fyrra eftir að rekstrarfélagið varð gjaldþrota.
Fjölskyldan í Múlakaffi hefur tekið við rekstrinum, en eigandi þess er meðal annars Jóhannes Stefánsson matreiðslumeistari eða Jói í Múlakaffi eins og hann er kallaður.
„Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í framboð okkar á veislu- og veitingaþjónustu. Sjáland er einn glæsilegasti veislu- og viðburðastaður landsins á mögnuðum stað við sjávarsíðuna,“
segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Yfirkokkur Múlakaffis, Eyþór Rúnarsson, hefur umsjón með matseðli og áherslum Sjálands í mat og drykk.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024