Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jói í Múlakaffi opnar veislu- og viðburðastað í Sjálandi
Einn eftirsóttasti veislu- og viðburðarstaðurinn í Garðabæ, sjálft Sjálandið, hefur verið opnaður á ný en staðnum var lokað í október í fyrra eftir að rekstrarfélagið varð gjaldþrota.
Fjölskyldan í Múlakaffi hefur tekið við rekstrinum, en eigandi þess er meðal annars Jóhannes Stefánsson matreiðslumeistari eða Jói í Múlakaffi eins og hann er kallaður.
„Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í framboð okkar á veislu- og veitingaþjónustu. Sjáland er einn glæsilegasti veislu- og viðburðastaður landsins á mögnuðum stað við sjávarsíðuna,“
segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Yfirkokkur Múlakaffis, Eyþór Rúnarsson, hefur umsjón með matseðli og áherslum Sjálands í mat og drykk.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti








