Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jói í Múlakaffi opnar veislu- og viðburðastað í Sjálandi
Einn eftirsóttasti veislu- og viðburðarstaðurinn í Garðabæ, sjálft Sjálandið, hefur verið opnaður á ný en staðnum var lokað í október í fyrra eftir að rekstrarfélagið varð gjaldþrota.
Fjölskyldan í Múlakaffi hefur tekið við rekstrinum, en eigandi þess er meðal annars Jóhannes Stefánsson matreiðslumeistari eða Jói í Múlakaffi eins og hann er kallaður.
„Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í framboð okkar á veislu- og veitingaþjónustu. Sjáland er einn glæsilegasti veislu- og viðburðastaður landsins á mögnuðum stað við sjávarsíðuna,“
segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Yfirkokkur Múlakaffis, Eyþór Rúnarsson, hefur umsjón með matseðli og áherslum Sjálands í mat og drykk.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar