Uppskriftir
Hvernig nýti ég afgang af saltkjöti?
Nú styttist í jólin og landsmenn hlakka til góðra máltíða þar sem hangikjöt er fastur liður. Oft vakna spurningar um hvernig best sé að nýta afganga og í Facebook-hópnum Gamaldags matur eru meðlimir duglegir að deila hugmyndum sem nýtast öllum sem vilja koma í veg fyrir matarsóun.
Við tókum saman helstu hugmyndir sem hafa reynst vinsælar og góðar.
Hugmyndir
Setja saltkjötið út í uppstúf með kartöflum og rófum.
Búa til jafning og skera kjötið í gúllas með smátt skornum kartöflum.
Borða kalt saltkjöt með rúgbrauði sem er hinn mesti herramannsmatur.
Gera alvöru kartöflustöppu og bera saltkjötið kalt fram með henni.
Brytja kjötið út í lauksósu.
Steikja á pönnu með kartöflum og bæta við spældu eggi.
Gera hassý (Hachée). Þetta er hollenskur réttur þar sem venjulegu kjöti er skipt út fyrir hangikjöt sem gefur réttinum sérstakt bragð. Sjá nánar hér.
Elda hefðbundna saltkjötskássu.
Nota kalt saltkjöt sem álegg á brauð eða rúgbrauð, eða skera það í bita og setja út í grjónagraut, hafragraut eða rúsínugraut.
Brytja kjötið út í karrýsósu og bera fram með hrísgrjónum eða kúskús.
Hita baunir og bæta kjötinu út í ásamt kartöflum.
Gera dýrindis kjötbollur úr afgangs saltkjöti.
Steikja lauk á pönnu með olíu, bæta við brytjuðum kartöflum, tómatsósu og saltkjöti og bera fram með spældu eggi.
Gera tartalettur með saltkjöti, ostajafningi og grænum baunum.
Brúna lauk, strá smá sykri yfir, bæta út í brytjuðu saltkjöti og afgangskartöflum og bera fram með spældu eggi.
Hakka kjötið með smá lauk, búa til jafning og hræra hakkinu saman við soðnar kartöflur.
Búa til brúna sósu, krydda hana og hræra saman við brytjað kjöt, kartöflur og smátt skorinn lauk.
Soðið sama með 1/3 af eftirtöldu: sjóða saltkjöt með söxuðum lauk og hráum kartöflum í litlum bitum þar til allt er maukað og vökvinn gufaður upp, blanda smjöri saman við og bera fram með graslauk, sultuðum rauðbeðum, þrumara og einum köldum.
Gera eggjaköku með piparrót, gulrót og saltkjöti og bera fram með fersku salati og sinnepi.
Eldaða baunasúpu með saltkjöti og frysta til seinni tíma.
Nota sem álegg á brauð.
Nota saltkjöt á pizzu í stað skinku, samkvæmt ráði frá kokki.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






