Markaðurinn
Hverjir skutla matnum þínum heim? Alþjóðleg könnun veitir innsýn í líf og störf sendla sem starfa fyrir Wolt á Íslandi
Fjölbreyttur hópur samstarfsaðila sér um hraðsendingar fyrir Wolt á Íslandi samkvæmt nýrri könnun sem Copenhagen Economics framkvæmdi. Niðurstöður sýndu að sveigjanlegt vinnufyrirkomulag Wolt laðar fólk að úr ólíkum áttum, en yfir 20.000 verktakar sem starfa sem sendlar frá 23 löndum svöruðu könnuninni.
Flestir í hlutastarfi eða námi
Á Íslandi, eins og flestum öðrum löndum, starfa 76% sendla einnig í öðrum störfum, en 19% eru námsmenn og 10% eru annaðhvort heimavinnandi eða á eftirlaunum. Sendlar vinna að meðaltali átta klukkustundir á viku og 83% þeirra vinna í færri en 20 klukkustundir á viku. Fyrir marga er starfið hentugt sem hlutastarf og leyfir þeim að skipuleggja vinnutíma á eigin forsendum, sem er mikill kostur.
„Sveigjanleikinn sem samstarfsaðilar í sendingum fá gegnum sjálfstæða verktakamódelið virðist vera aðalástæðan fyrir því að fólk laðast að starfinu,“
segir Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi. Hann bætir við að margir sendlar kunni að meta frelsið sem fylgir því að ákveða sjálfir hvenær og hversu mikið þeir vinna.
Menntaðir sendlar með fjölbreyttan bakgrunn
Gögnin sýna einnig að 41% sendla á Íslandi hafa sótt sér menntun eftir framhaldsskólastig og 31% eru með háskólagráðu, samanborið við 29% annarsstaðar í heiminum, en þar spilar sveigjanleikinn inn í. Þeir sem starfa fyrir Wolt eru einnig með fjölbreyttan bakgrunn, hvort sem um ræðir sérfræðinga, nemendur eða sjálfstætt starfandi einstaklinga og fjölskyldufólk.
„Niðurstöður könnunarinnar sýna að sveigjanleg verktakavinna er dýrmæt viðbót við vinnumarkaðinn sem getur hentað öllum,“
segir Tuomas Hurmerinta, alþjóðlegur rekstrarstjóri Wolt og bætir við;
„Samstarf við Wolt hjálpar fólki að ná eigin markmiðum með því að vinna sér inn þær tekjur sem það þarfnast, þegar á þarf að halda og á eigin forsendum.“
Alþjóðlegt fyrirtæki með staðbundnar tengingar
Wolt reiðir sig á yfir 260.000 samstarfsaðila um allan heim og veitir þjónustu í gegnum 170.000 boðrásir á vettvangi sínum. Heimur samstarfsaðila í sendingum er fjölbreyttur sem endurspeglast í ferðamátanum, en þar hafa sendlar nokkuð frjálsar hendur eins og með vinnutímann.
Jóhann Már segir sveigjanleika starfsins vera eitthvað sem er ekki hægt að fá annarsstaðar:
„Þegar ég spjalla við samstarfsaðilana [í sendingum] hafa þeir sömu sögu að segja. Þeir elska að geta verið sinn eigin herra, geta ákveðið hvenær og hversu mikið þeir vinna og aðlaga það að sinni eigin dagskrá.“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin