Sverrir Halldórsson
Hressó hagnaðist um 22,6 milljónir króna
Hressó hagnaðist um 22,6 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst örlítið saman milli ára. Eignir félagsins námu 258 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 109 milljónir í árslok 2013. Eigið fé í árslok var neikvætt sem nam 40,4 milljónir króna. Í árslok 2013 var eigið fé jákvætt um 1,6 milljón króna.
Hlutafé félagsins í árslok nam 1,5 milljón króna og var það aukið um 500 þúsund króna í tengslum við samruna félagsins og KTF ehf. þann 1. nóvember 2014.
Á vefnum visir.is segir að í apríl var samþykkt að einkahlutafélagið KTF ehf. yrði sameinað félaginu Hressingarskálinn ehf. Hressingarskálinn tók þá yfir allar eignir, skuldir, réttindi og skyldur KTF ehf frá 1. nóvember 2014. Hressó er í eigu Einars Sturlu Möinichen.
Hressó er bæði veitinga- og skemmtistaður með fjölbreytta skemmtidagskrá og matseðil þar sem boðið er upp á súpur, salöt, hamborgara, steikur, grillmat, morgunmat og margt fleira.
Mynd: af facebook síðu Hressó.

-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt4 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila
-
Keppni2 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski