Starfsmannavelta
Hópur Íslendinga kaupa Íslendingahótelið í austurrísku Ölpunum
Nýr hópur Íslendinga hefur keypt hið svokallaða Íslendingahótel í austurrísku Ölpunum. Hótelið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum tíðina en rekstur þess hefur verið í höndum Íslendinga í fimmtán ár. Nýir eigendur hlakka til að gera hótelið að sínu og stefna á að taka við fyrstu gestunum fyrir jól.
Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau í landi Salzburgar í Austurríki. Guðvarður Gíslason, sem rekur Petersen-svítuna og Gamla bíó hér heima, stendur að rekstrinum ásamt félögum sínum, Árna Rúdolfi Rúdolfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni.
„Við erum að kaupa húseign sem hefur verið hótel og erum að taka við því þessa dagana. Við erum að laga til og gera allt saman gott áður en við fáum fyrstu gestina sem byrja að koma 19. desember,“
segir Guðvarður, sem nú er staddur úti í Austurríki að undirbúa opnunina, í samtali við Vísi sem fjallar nánar um kaupin hér.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






