Sigurður Már Guðjónsson
Hilmar B. Jónsson; „Mig langaði ekkert heim. Hafði fjögur atvinnutilboð í Bandaríkjunum“
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari hefur verið einn ötulasti talsmaður íslenska fisksins í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. Hann segist hafa verið í skemmtilegasta starfi í heimi og sakna þess mikið.
Hilmar á langan og farsælan feril að baki sem matreiðslumeistari. Hann hefur upplifað meira en flestir kokkar geta látið sig dreyma um á starfsævinni.
Líf mitt hefur verið eins og ævintýri,
segir Hilmar í samtali við visir.is, sem hefur eldað ofan í ellefu helstu þjóðhöfðingja heimsins.
Þetta var eiginlega ekki vinna heldur stöðug skemmtun.
Þegar Hilmar er spurður hvort hann sakni starfsins, svarar hann af einlægni:
Já, alveg svakalega mikið. Mesta sjokk í lífi mínu var að hætta að vinna. Fyrsta árið á Íslandi var mér erfitt. Ég hafði árin á undan gist um 240 nætur á hótelum víðs vegar og það voru mikil viðbrigði að gera allt í einu ekkert. Mig langaði ekki heim, var með fjögur atvinnutilboð frá kokkaskólum í Bandaríkjunum, svo ég hefði getað haldið áfram að vinna. Kona mín, Elín Káradóttir, hefur verið að glíma við erfið veikindi og hún vildi fara heim.
Glæsileg umfjöllun um þennann mikla meistara er hægt að lesa á visir.is með því að smella hér.
Mynd: Smári
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur