Sigurður Már Guðjónsson
Hilmar B. Jónsson; „Mig langaði ekkert heim. Hafði fjögur atvinnutilboð í Bandaríkjunum“
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari hefur verið einn ötulasti talsmaður íslenska fisksins í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. Hann segist hafa verið í skemmtilegasta starfi í heimi og sakna þess mikið.
Hilmar á langan og farsælan feril að baki sem matreiðslumeistari. Hann hefur upplifað meira en flestir kokkar geta látið sig dreyma um á starfsævinni.
Líf mitt hefur verið eins og ævintýri,
segir Hilmar í samtali við visir.is, sem hefur eldað ofan í ellefu helstu þjóðhöfðingja heimsins.
Þetta var eiginlega ekki vinna heldur stöðug skemmtun.
Þegar Hilmar er spurður hvort hann sakni starfsins, svarar hann af einlægni:
Já, alveg svakalega mikið. Mesta sjokk í lífi mínu var að hætta að vinna. Fyrsta árið á Íslandi var mér erfitt. Ég hafði árin á undan gist um 240 nætur á hótelum víðs vegar og það voru mikil viðbrigði að gera allt í einu ekkert. Mig langaði ekki heim, var með fjögur atvinnutilboð frá kokkaskólum í Bandaríkjunum, svo ég hefði getað haldið áfram að vinna. Kona mín, Elín Káradóttir, hefur verið að glíma við erfið veikindi og hún vildi fara heim.
Glæsileg umfjöllun um þennann mikla meistara er hægt að lesa á visir.is með því að smella hér.
Mynd: Smári

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni