Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Haukur Leifs opnar íslenskt bakarí á Nýfundnalandi

Haukur Leifs Hauksson
Haukur átti Borgarbakarí á Greneásvegi í átján ár og rak einnig heildsölubakarí á Suðurlandsbraut og síðar Hressó tertur. Hann seldi rekstur síðastnefnda fyrirtækisins árið 2013 þegar þau hjónin fluttu vestur um haf.
Þegar Haukur Leifs Hauksson ákvað að opna íslenskt bakarí í bænum St. John’s á Nýfundnalandi hafði hann áhyggjur af því að heimamenn myndu ekki falla fyrir íslensku bakkelsi. Móttökurnar hafa hins vegar verið vonum framar og sérstaklega hafa íslensku snúðarnir slegið í gegn.
Volcano bakaríið var opnað 11. ágúst í St. John’s, sem er höfuðborg Nýfundnalands í Kanada þar sem Haukur og eiginkona hans Aðalbjörg Sigurþórsdóttir hafa búið frá árinu 2013 þegar henni bauðst vinna þar á vegum endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.
Mynd: facebook / Volcano Bakery

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta