Vertu memm

Frétt

Geta nóróveirur borist með matvælum?

Birting:

þann

Diskaservice - Grænmetisréttur

Á veturna má búast við aukningu í nóróveirutilfellum enda er sýkingin nefnd vetrarælupestin á sumum tungumálum (t.d. vinterkräksjuka á sænsku). Helstu einkenni nóróveirusýkingar eru vanlíðan, uppköst, niðurgangur, hiti og kviðverkir, að því er fram kemur á vef mast.is.

Veiran er mjög smitandi og örfáar veirur þarf til að valda smiti. Nóróveirur geta borist í matvæli frá einstaklingum sem eru veikir eða hafa nýlega verið veikir af völdum nóróveiru. Dæmi eru um að nóróveirur hafi borist með matvælum hérlendis og erlendis, s.s. frosnum hindberjum, ostrum og mat frá veitingahúsum. Slík smit geta valdið hópsýkingum.

Neysla á frosnum hindberjum olli til dæmis útbreiddri nóróveirusýkingu í Danmörku fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið settu Danir reglur um að hita skyldi frosin hindber fyrir neyslu og oft má sjá slíkar leiðbeiningar á umbúðum.

En hvernig er hægt að koma í veg fyrir að veiran berist í matvæli á heimilum, í mötuneytum, veitingastöðum og öðrum matvælafyrirtækjum?

  • Forðast skal framleiðslu, matreiðslu og framreiðslu matvæla á meðan á veikindum stendur og í minnst 48 klst. eftir að einkennin eru yfirstaðin.
  • Þvo hendur fyrir meðhöndlun matvæla.
  • Þvo hendur fyrir borðhald
  • Bjóða upp á möguleika til sótthreinsunar á höndum við hlaðborð.
  • Koma í veg fyrir að handfang áhalda komist í snertingu við matvæli.
  • Matvælafyrirtæki hafi skýrar reglur varðandi veikindi starfsfólks og endurkomu þeirra.

Hægt er að minnka hættu á að Nóróveira berist með matvælum sé þessum leiðbeiningum fylgt.

 „Komið í veg fyrir smit af nóróveirum“

Handþvottur

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið