Sigurður Már Guðjónsson
Gæða- & Ömmubakstur kaupir Kristjánsbakarí
Gæðabakstur ehf. hefur fest kaup á Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co ehf. (Kristjánsbakarí) á Akureyri og eru kaupin gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Kristjánsbakarí er eitt af elstu fjölskyldufyrirtækjum landsins og á farsæla 103 ára sögu í samfelldri eigu þriggja ættliða. Bæði félög verða rekin áfram í óbreyttri mynd í sitt hvorum landshlutanum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Þótt félögin séu í tengdum rekstri eru þau mjög ólík, með mismunandi vöruúrval og starfsemi á mismunandi landsvæðum. Sú staðreynd ásamt þeirri þekkingu og reynslu sem Kristjánsbakarí býr yfir gerir kaupin mjög áhugaverð fyrir Gæðabakstur og teljum við kaupin mikinn styrk fyrir bæði félög. Við hlökkum mikið til samstarfsins með Kristjánsfjölskyldunni. Bræðurnir Birgir og Kjartan hafa mikla reynslu og þekkingu sem mun klárlega nýtast vel norðan og sunnan heiða
segir Vilhjálmur Þorláksson framkvæmdastjóri Gæðabaksturs.
Betra Kristjáns
Kristjánsbakarí verður rekið í óbreyttri mynd á Akureyri og munu fyrrum eigendur, Kjartan og Birgir Snorrasynir, halda áfram að reka félagið.
Þetta eru góð tímamót fyrir okkur fjölskylduna, að sameinast sterku fyrirtæki sem getur tekið félagið lengra í núverandi samkeppnisumhverfi. Við höldum áfram að reka félagið og munum njóta góðs af stuðningi fyrir sunnan. Allar okkar vörur verða framleiddar á Akureyri, auk þess sem vöruframboð mun aukast. Það er von okkar að með þessu megi efla þjónustu við viðskiptavini okkar
segir Kjartan Snorrason framkvæmdastjóri Kristjánsbakarís.
Allir starfsmenn halda vinnunni
Við höfum alla tíð lagt áherslu á gæði á góðu verði og svo verður áfram. Þessar jákvæðu breytingar gera okkur kleift að standa okkur enn betur í gæðum, vöruúrvali og þjónustu og það hlýtur alltaf að vera höfuðmarkmiðið. Framleiðsla mun aukast og allt okkar góða starfsfólk verður áfram í vinnu hjá okkur á Akureyri. Við erum bjartsýnir á framtíðina enda hefur Kristjáns gengið vel í rúma öld, sagan er með okkur.
segir Birgir Snorrason stjórnarformaður Kristjáns.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






