Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsti „götubita“ staðurinn á Íslandi opnar á föstudaginn 1. júní
Fyrsti „götubita“ staðurinn á Íslandi, Grandi mathöll, opnar fyrir gesti og gangandi helgina 1.-3. júní samhliða Hátíð hafsins. Grandi mathöll er staðsett við höfnina úti á Granda í gamalli fiskmarkaðsskemmu.
Níu veitingabásar eða -vagnar bjóða upp á frumlega rétti með áherslu á íslenskt hráefni. Þá bjóða þeir einnig upp á íslenskt grænmeti og brauð, ásamt kaffi, bjór og víni. Nálægðin við sjóinn er einstök og alveg eins víst að gestir upplifi löndun á fiski – fiski sem gæti endað á diskum gesta. Þá verða seldar vörur matarfrumkvöðla sem hafa aðsetur á efri hæð skemmunnar í Húsi sjávarklasans. Grandi mathöll verður opin allan ársins hring.
Fyrirmyndina að Granda mathöll má meðal annars rekja til Copenhagen Street Food á Papirsöen í Kaupmannahöfn. Götubitastaðir eiga sér langa sögu í alþjóðlegri matarmenningu. Fyrstu götubitastaðirnir sem sögur fara af buðu Forngrikkjum upp á steiktan fisk og þeir voru lengi vinsælir á meðal fátækra fjölskyldna. Þetta hefur breyst í tímans rás og nú eru slíkir staðir vinsælir um allan heim. Einkenni götubitastaða nútímans eru að þeir bjóða ýmsa smárétti á viðráðanlegu verði og eru oft í eigu fjölskyldna eða einstaklinga sem sjálf vinna við matargerðina.
Auglýst var eftir umsækjendum um aðstöðu í Granda mathöll síðasta haust og sóttu nálægt 100 aðilar um að fá pláss. Þær umsóknir sem fengu brautargengi endurspegla vel bæði alþjóðlega og innlenda strauma í matargerð og lögð er áhersla á gæði og fjölbreytni. Staðirnir sem verða í Granda mathöll eru FJÁRHÚSIÐ, FUSION FISH & CHIPS, KORE, LAX, MICRO ROAST VÍNBAR, POP – UP VAGN, RABBAR BARINN , THE GASTRO TRUCK og VÍETNAM.
Í fréttatilkynningu segir að upplifunin á Granda mathöll verður ekki einskorðuð við mat og drykk því litríkt umhverfið, þar sem hver bás hefur sinn stíl, í návígi við einstakt hafnarútsýnið á að búa til skemmtilega karnival stemmningu við höfnina. Stefnt er að því að hafa reglulega viðburði í Granda mathöll sem tengjast tónlist og mat.
Fylgist vel með á:
www.facebook.com/GrandiMatholl
www.instagram.com/grandimatholl
Ljósmyndir tók Susan Christianen
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum