Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fyrsti „götubita“ staðurinn á Íslandi opnar á föstudaginn 1. júní

Birting:

þann

Fyrsti „götubita“ staðurinn á Íslandi, Grandi mathöll, opnar fyrir gesti og gangandi helgina 1.-3. júní samhliða Hátíð hafsins. Grandi mathöll er staðsett við höfnina úti á Granda í gamalli fiskmarkaðsskemmu.

Níu veitingabásar eða -vagnar bjóða upp á frumlega rétti með áherslu á íslenskt hráefni. Þá bjóða þeir einnig upp á íslenskt grænmeti og brauð, ásamt kaffi, bjór og víni. Nálægðin við sjóinn er einstök og alveg eins víst að gestir upplifi löndun á fiski – fiski sem gæti endað á diskum gesta. Þá verða seldar vörur matarfrumkvöðla sem hafa aðsetur á efri hæð skemmunnar í Húsi sjávarklasans. Grandi mathöll verður opin allan ársins hring.

Fyrirmyndina að Granda mathöll má meðal annars rekja til Copenhagen Street Food á Papirsöen í Kaupmannahöfn. Götubitastaðir eiga sér langa sögu í alþjóðlegri matarmenningu. Fyrstu götubitastaðirnir sem sögur fara af buðu Forngrikkjum upp á steiktan fisk og þeir voru lengi vinsælir á meðal fátækra fjölskyldna. Þetta hefur breyst í tímans rás og nú eru slíkir staðir vinsælir um allan heim. Einkenni götubitastaða nútímans eru að þeir bjóða ýmsa smárétti á viðráðanlegu verði og eru oft í eigu fjölskyldna eða einstaklinga sem sjálf vinna við matargerðina.

Grandi mathöll

Auglýst var eftir umsækjendum um aðstöðu í Granda mathöll síðasta haust og sóttu nálægt 100 aðilar um að fá pláss. Þær umsóknir sem fengu brautargengi endurspegla vel bæði alþjóðlega og innlenda strauma í matargerð og lögð er áhersla á gæði og fjölbreytni. Staðirnir sem verða í Granda mathöll eru FJÁRHÚSIÐ, FUSION FISH & CHIPS, KORE, LAX, MICRO ROAST VÍNBAR, POP – UP VAGN, RABBAR BARINN , THE GASTRO TRUCK og VÍETNAM.

Í fréttatilkynningu segir að upplifunin á Granda mathöll verður ekki einskorðuð við mat og drykk því litríkt umhverfið, þar sem hver bás hefur sinn stíl, í návígi við einstakt hafnarútsýnið á að búa til skemmtilega karnival stemmningu við höfnina.  Stefnt er að því að hafa reglulega viðburði í Granda mathöll sem tengjast tónlist og mat.

Fylgist vel með á:

www.grandimatholl.is

www.facebook.com/GrandiMatholl

www.instagram.com/grandimatholl

Ljósmyndir tók Susan Christianen

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið