Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni mun opna á Akureyri

Birting:

þann

Curio Collection by Hilton

Samningur um Hilton hótelin í höfn. Fremri röð frá vinstri: Nick Smart, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Hilton á Bretlandi, Írlandi og Norðurlöndunum, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra, Jens Sandholt eigandi Bohemian Hotels og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir eigandi Bohemian Hotels. Aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Örn Guðmundsson eigandi Bohemian Hotels, Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri Isavia á Akureyrarflugvelli, Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, Elín Lára Edvards eigandi Bohemian Hotels og Stephan Croix frá Hilton hótelkeðjunni.

„Skáld“ Hótel Akureyri, Curio Collection by Hilton, mun rísa í hjarta miðbæjarins á Akureyri. Stefnt er að opnun sumarið 2025 og mun „Skáld“ Hótel Akureyri bjóða upp á 70 vandlega hönnuð herbergi þar sem nútímaþægindum er blandað saman við menningararfleifð Íslands.

Ljóð gefa okkur upplifanir og skilning sem við hefðum svo gjarnan viljað orða sjálf en finnum hins vegar í orðum ljóðskáldsins. Hótelið mun leggja einstaka áherslu á samfélag og menningu, að því er fram kemur í tilkynningu sem að kaffid.is vekur athygli á.

Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra, fagnaði áformum um opnun alþjóðlegs hágæðahótels í höfuðstað Norðurlands og lagði áherslu á að það styddi við „Nature Direct“, sameiginlega átak ríkisstjórnarinnar og jafnframt áhugaverð og dýrmæt nálgun að gera íslenska ljóðlist aðgengilega fyrir innlenda og erlenda hótelgesti.

Samningurinn við Hilton nær einnig yfir annað hótel, sem staðsett verður við Bríetartún í Reykjavík, og opnar vorið 2026. Það mun bjóða upp á hágæða lífsstílsupplifun undir einu af þekktustu vörumerkjum Hilton. Hótelið er við hliðina á sögufrægu Frímúrarahöllinni steinsnar frá hinu líflega Hlemm svæði, sem hefur verið skipulagt sem miðborgartorg.

Bohemian Hotels ehf. er í eigu Luxor ehf. og Concordia ehf. Concordia, undir forystu Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur og Þorsteins Arnar Guðmundssonar, sem búa yfir áratuga sérþekkingu á hótelrekstri og þróun, þar á meðal farsælu samstarfi við alþjóðlega vörumerkið Hilton.

Curio Collection by Hilton

Luxor ehf., undir stjórn Jens Sandholt eiganda og húsasmíðameistara, sem hefur náð framúrskarandi árangri á sviði bygginga- og verkefnastjórnunar, þar á meðal á Reykjavík Marina Hótels. Jens hefur mikinn metnað fyrir uppbyggingu Skáld hótels á Akureyri, Curio Collection by Hilton og telur að Akureyri eigi ekkert minna skilið á þessum tímapunkti en alþjóðlegt hágæðahótel.

Nick Smart, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Hilton á Bretlandi, Írlandi og Norðurlöndunum, segir: „Ísland er ótrúlega vinsæll ferðamannastaður og við erum spennt að stækka eignasafn okkar á þessum einstaka áfangastað, auk þess að færa fyrsta alþjóðlega vörumerkið í sjálfan höfuðstað Norðurlands. Lífsstílsvörumerki Hilton hafa stöðugt skapað tækifæri til vaxtar á evrópskum mörkuðum og erum við, í samstarfi við eigendur eins og Bohemian Hotels ehf., spennt að auka enn frekar umsvif okkar á Íslandi.“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tók undir þessi viðhorf og undirstrikaði jákvæð áhrif alþjóðlegra hótel vörumerkja á þróun áfangastaða og tengimöguleika, sérstaklega á Akureyri.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist fagna menningarþema Skáld Hótels og möguleikum þess til að efla orðspor Akureyrar sem miðstöðvar menningar og ferðaþjónustu á Norðurlandi en ferðaþjónustan skipti atvinnulíf Akureyrar sífellt meira máli eins og annarra fegurstu þéttbýlisstaða á Íslandi.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið