Vertu memm

Keppni

Frumsýning á heimildarmynd um landslið kjötiðnaðarmanna

Birting:

þann

Landslið kjötiðnaðarmanna - Lisburn Ireland Butcher Challenge -Iceland

Heimildarmyndin Frægð og frami í Sacramento verður frumsýnd í Húsi fagfélaganna laugardaginn 20. apríl næstkomandi. Í myndinni er landsliði íslenskra kjötiðnaðarmanna fylgt eftir á sitt fyrsta heimsmeistaramót, sem haldið var í september 2022 í Sacramento í Kaliforníu.

Myndin er eftir Brynjar Snæ og Franz Ágúst Jóhannessyni en þeir fylgdu landsliðinu eftir í níu mánuði áður en liðið hélt á vit ævintýranna.

Hús fagfélaganna er á Stórhöfða 31 en athugið að gengið er inn Grafarvogsmegin. Húsið verður opnað klukkan 14:00.

Ókeypis er á sýninguna en landsliðið mun á staðnum selja léttar veitingar til að fjármagna næsta verkefni liðsins. Næsta heimsmeistaramót fer fram í París 2025.

Lesið fleiri fréttir um landsliðið með því að smella hér.

Mynd: aðsend / Jóhannes Númi

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið