Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fóður og fjör á landsbyggðinni

Birting:

þann

Landsbyggðin skartar sínu fegursta þessa björtu vetrardaga og það er lag að lyfta sér á kreik, borða góðan mat, syngja og dansa og vera glaður. Góðir gestgjafar og úrvals matgæðingar bjóða upp á fjölbreyttar kræsingar og skemmtilegheit helgina 19.-22 mars.

Þetta er í annað sinn sem hátíðin Fóður og fjör er haldin. Gestakokkar og matreiðslumenn staðanna elda íslenskan mat af ástríðu og listamenn af öllum tegundum hafa ofan af fyrir gestum með tónlist og uppákomum. Það má því segja að fóðrið sé bæði andlegt og líkamlegt og fjörið ósvikið.

Tilgangurinn með hátíðinni er tvíþættur. Annars vegar að kynna það frábæra íslenska hráefni sem í boði er og þá matreiðslumenn sem á veitingastöðunum vinna að því, hver með sínu nefi. Hinn þáttur tilgangsins er að kynna það sem íslenskum ferðamönnum stendur til boða á Íslandi að vetrarlagi.

Í verkefninu taka þátt tíu veitingastaðir og hótel vítt og breitt um landið. Nánar tiltekið:

Auk þess er Flugfélag Íslands aðili að verkefninu.

Dagskráin verður misjöfn eftir stöðum.

Icelandair Flughótel, Reykjanesbæ
Á Flughóteli verður boðið upp á 5 rétta matseðil þar sem áherslan er lögð íslenskt hráefni.,en meðal rétta er nautacarpaccio með rauðvínsperu , reykt ýsa og humar í laufabrauði,lambaframhryggurog andalæri og í ábætir Bláberjadöðluostakaka. Föstudagskvöldið 20. mars mun Delizie Italiane, tríó undir stjórn Leone Tinganelli, flytja fallegar ítalskar ballöður. Laugardagskvöldið 21. mars mun Gunnar Þórðasson koma fram með gítarinn, flytja lögin sín og segja sögurnar á bak við þau.

Rauða húsið, Eyrarbakka
Á Rauða húsinu, Eyrarbakka verður í boði fjögurra rétta matseðill.sem er laxa sashimi, þorskhnakki með reykýsufroðu,sinnepsgljáð Lambafille og súkkulaði pistasíustykki

Icelandair Hótel Klaustur
Á Klaustri verður í boði fjögurra rétta matseðill að hætti Sigurðar Daða matreiðslumanns. Bleikja, gæs og hreindýrasteik bera hæst. Matseðillinn verður í boði bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld.

Hótel Glymur, Hvalfirði
Undir yfirskriftinni „Upp í sveit“ verða í boði mismunandi matseðlar föstudags- og laugardagskvöld. Á föstudeginum verður Sjávarréttasúpa með hrefnuteningum og rjómafroðu, lúða á spínatbeði, steiktur þorskhnakki með humarmauki, og lambasteik með rabbabarasósu og bóndakartöflum. Í eftirrétt er sáttmálaís.
Laugardagsmatseðillinn er ekki síður forvitnilegur. Þar má finna Hallgrímskjötsúpu, Hólsfjallahangikjötsskífur með eplateningum, húskarlaskyrhræringur, folaldaturn með kindakæfutoppi og fjallagrasasósu og kjöttvennu að sveitasið. Í eftirrétt er fljótandi eyja.
Sýningar, tónlist og leikur að ljósum – margt skemmtilegt sem kemur á óvart. Nuddstofan verður opin sem og heitu pottarnir.

Hótel Hamar, Borgarnesi
Föstudagskvöldið 20. mars verður haldið á Hótel Hamri harmonikkuball með hinni eldhressu Nikkólínu úr Búðardal.
Laugardaginn 21. mars verður tangókennsla frá klukkan 14 til 17. Tangósýning, tónlist og sveifla um kvöldið. Umsjón í höndum Bryndísar og Hany frá Kramhúsinu, sem hafa lært og kennt tangó um árabil bæði innan lands og utan.
Matseðillinn „Nýja Ísland“ snertir þjóðlega strengi í hverri sál. Sveppafroða, lambaþynnur og hungangslax í forrétt, lambakóróna í aðalrétt.

Við Pollinn, Hótel Ísafirði
Lifandi tónlist og veislumatseðill úr hráefni úr heimabyggð verður í boði á Við Pollinn, Ísafirði. Meðal rétta er þorskur á þrjá vegu,fjallagrasaseyði,lambainnanlæri með rösti kartöflum og hvít súkkulaðifrauð með jarðaberjum

Hótel Varmahlíð
Á Hótel Varmahlíð verður fjögurra rétta matseðil þar sem við lögð er sérstök áhersla á sjávarfang.  Meðal rétta hjá þeim er Humarsúpa ,marineraður sk0tuselur með chillimauki,í aðalrétt er val um lambafille með kartöfluturni eða stórlúða með sesamristuðum rækjum og hvítvínsósu og í ábætir er volg súkkulaðikaka með vanilluís  Að borðhaldi loknu verður slegið upp alvöru balli með Stulla og Dúa.

Sel-Hótel Mývatn
Þriggja rétta matseðill verður í boði á Sel-Hóteli alla helgina en það er meðal annars reyktur silungur með nýbökuðu hverabrauði eða Hreindýrapate með villiberjasósu, Nautalundir Cafe de Paris eða grilluð stórlúða með rækjuostasósu og í ábætir Heitt berjapæ með ís eða súkkulaðiístvenna Föstudagskvöldið 20. mars munuEdda Sverris og Jósi bróðir leika og syngja  nokkur falleg lög á meðan borðhaldi stendur. Við munum bjóða bæði upp á tveggja- og þriggja rétta kvöldverð.
Sérstakt tilboð í gistingu.
Sunnudaginn 22. mars bjóðum við upp á kaffihlaðborð að hætti Sigrúnar í Seli. Tilvalið að skella sér í sunnudagsbíltúr með fjölskylduna og njóta lífsins!

Icelandair Hótel Hérað, Egilsstöðum
Fóður og fjör á Icelandair Hótel Héraði verður föstudagskvöldið 20. mars og laugardagskvöldið 21. mars. Boðið er upp á fimm rétta matseðill, meðal annars laxatarta með kryddjurtasalati og mangógljáa, villibráðarterrine og lambakórónur og humarexpressó, allt réttir sem vekja til jafns upp  forvitni og matarlyst. Undir borðhaldi leika og syngja Dóri og Elfar ljúfa tóna.
Ekki má gleyma hinum rómaða héraðs- dagverði (brunch) á sunnudeginum frá 11:30-14:00.

Hótel Höfn
Hráefni úr héraði er þema helgarinnar á Hótel Höfn. Fimm rétta matseðill á föstudags- og laugardagskvöld þar sem hægt er að gæða sér á hval á tvo vegu, Halableikju, hægelduðu andarlæri frá Hlíðabergi og lakkrísskyrís.
Gunni Þórðar leikur nokkur af sínum þekktustu lögum á föstudagskvöldinu.

Er þetta lofsvert framtak landsbyggðarinnar og vonandi komið til að vera.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið