Íslandsmót iðn- og verkgreina
Flottir framtíðar fagmenn á Íslandsmóti nema | Veitingageirinn.is verður á staðnum
Íslandsmót nema í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn verður haldið í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi í Vatnsendahverfi, dagana 6. – 8. mars næstkomandi. Opið er fyrir almenning alla daga og er aðgangur ókeypis.
Þessa daga er Íslandsmót iðn- og verkgreina þar sem rúmlega 5000 grunnskólanemar úr grunnskólum af nánast öllu landinu, en keppt verður í um 25 greinum á Íslandsmótinu. Allar keppnirnar eru skipulagðar af World skills á Íslandi.
Í matreiðslu sóttu samtals 24 nemar um að fá að taka þátt í keppninni í ár og var haldið forpróf og eftirtalin keppa til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):
- Arnar Ingi Gunnarsson – Slippbarinn
- Arnar Þór Stefánsson – Radisson SAS Blu
- Bergsteinn Guðmundsson – Grillmarkaðurinn
- Bragi Þór Hansson – Hótel Rangá
- Eysteinn Eyjólfsson – Kolabrautin
- Fjóla Þórisdóttir – Fiskfélagið
- Hrafn Vigfússon – Humarhúsið
- Ísak Sigfússon – Natura
- Karl Óskar Smárason – Hilton VOX
- Þór Ingi Erlingsson – Kopar
Í framreiðslu keppa eftirtalin til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):
- Alex Örn Heimisson – Natura
- Alfreð Ingvar Gústavsson – Fellini
- Almar Ingi Garðarsson – VOX
- Ásta Steina Skúladóttir – VOX
- Berglind Kristjánsdóttir – VOX
- Fannar Páll Vilhjálmsson – Natura
- Hugrún Birta Egilsdóttir – VOX
- Ingvar Örn Arnarson – Natura
- Jón Bjarni Óskarsson – Natura
- Róbert Sindri Gunnarsson – Natura
- Sunnefa Hildur Aðalsteinsdóttir – Natura
Í kjötskurði keppa til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):
- Daníel Ingi Hrafnsson – Sláturfélag Suðurlands
- Jón Gísli Jónsson – Kjötsmiðjan
- Jónas Þórólfsson – Norðlenska
- Sebastian Gabriel Magureanu – Esja Gæðafæði
Í bakaraiðn keppa til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):
- Dörthe Zenker – Almar bakari
- Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir – Hérastubbur
- Magnús Steinar Magnússon – Reynir bakari
- Stefán Gaukur Rafnsson – Sveinsbakarí
Veitingageirinn.is verður á staðnum og gerir góð skil á keppnunum næstu daga, birta myndir, úrslit ofl.
Mynd: af facebook síðu Skills Iceland.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta9 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac