Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Flottir framtíðar fagmenn á Íslandsmóti nema | Veitingageirinn.is verður á staðnum

Birting:

þann

Undirbúningur fyrir Íslandsmótið í fullum gangi í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi

Undirbúningur fyrir Íslandsmótið í fullum gangi í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi

Íslandsmót nema í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn verður haldið í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi í Vatnsendahverfi, dagana 6. – 8. mars næstkomandi.  Opið er fyrir almenning alla daga og er aðgangur ókeypis.

Þessa daga er Íslandsmót iðn- og verkgreina  þar sem rúmlega 5000 grunnskólanemar úr grunnskólum af nánast öllu landinu, en keppt verður í um 25 greinum á Íslandsmótinu. Allar keppnirnar eru skipulagðar af World skills á Íslandi.

Í matreiðslu sóttu samtals 24 nemar um að fá að taka þátt í keppninni í ár og var haldið forpróf og eftirtalin keppa til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):

  • Arnar Ingi Gunnarsson – Slippbarinn
  • Arnar Þór Stefánsson – Radisson SAS Blu
  • Bergsteinn Guðmundsson – Grillmarkaðurinn
  • Bragi Þór Hansson – Hótel Rangá
  • Eysteinn Eyjólfsson – Kolabrautin
  • Fjóla Þórisdóttir – Fiskfélagið
  • Hrafn Vigfússon – Humarhúsið
  • Ísak Sigfússon – Natura
  • Karl Óskar Smárason – Hilton VOX
  • Þór Ingi Erlingsson – Kopar

Í framreiðslu keppa eftirtalin til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):

  • Alex Örn Heimisson – Natura
  • Alfreð Ingvar Gústavsson – Fellini
  • Almar Ingi Garðarsson – VOX
  • Ásta Steina Skúladóttir – VOX
  • Berglind Kristjánsdóttir – VOX
  • Fannar Páll Vilhjálmsson – Natura
  • Hugrún Birta Egilsdóttir – VOX
  • Ingvar Örn Arnarson – Natura
  • Jón Bjarni Óskarsson – Natura
  • Róbert Sindri Gunnarsson – Natura
  • Sunnefa Hildur Aðalsteinsdóttir – Natura

Í kjötskurði keppa til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):

  • Daníel Ingi Hrafnsson – Sláturfélag Suðurlands
  • Jón Gísli Jónsson – Kjötsmiðjan
  • Jónas Þórólfsson – Norðlenska
  • Sebastian Gabriel Magureanu – Esja Gæðafæði

Í bakaraiðn keppa til úrslita (raðað eftir stafrófsröð):

  • Dörthe Zenker – Almar bakari
  • Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir – Hérastubbur
  • Magnús Steinar Magnússon – Reynir bakari
  • Stefán Gaukur Rafnsson – Sveinsbakarí

Veitingageirinn.is verður á staðnum og gerir góð skil á keppnunum næstu daga, birta myndir, úrslit ofl.

Fylgist vel með.

 

Mynd: af facebook síðu Skills Iceland.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið