Keppni
Fleiri myndir frá BCA tilnefningunni
Um síðastliðna helgi fór fram Bartender Choice Awards (BCA) en þar voru aðstandendur Jakob, Joel og Andreas frá Bartender Choice Awards komnir til landsins., bæði til að skoða kokteilmenninguna hér á landi og um leið tilnefna þá aðila og bari sem voru tilnefndir til úrslita í ár.
Tilnefningin var haldin á nýja barnum Gillagogg, Austurstræti með skemmtilegum bransaviðburði á sunnudeginum í samstarfi við Drykk og Diplomatico.
Sjá einnig: Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
Bartender Choice Awards hefur verið haldið síðan 2010 en hún er stærsta barþjónakeppnin á norðurlöndunum og gengur út á að barþjónar tilnefna þá staði/aðila sem hafa staðið framúr í bransanum á síðasta ári. Ísland tekur þátt núna í sjötta skiptið og hefur íslensk dómnefnd tilnefnt sína aðila.
Þeir sem komust í úrslit, samkvæmt íslensku dómnefndinni.
- Besti barþjónninn:
- Hrafnkell Ingi Gissurarson frá Skál
- Jakob Eggertsson frá Daisy/Jungle
- Martin Cabejsek frá Gillagogg/Kjarval
- Upprennandi barþjóninn (Rising Star)
- Helga Signý – Tipsy
- Elvar Halldór Hróar Sigurðsson – Lebowski
- Kría Freysdóttir – Tipsy
- Besti kokteilbarinn
- Amma Don
- Jungle
- Tipsy
- Besti nýi kokteilbarinn
- Daisy
- Gillagogg
- Litli Barinn
- Bestu framþróunaraðilar bransans:
- Fannar Logi Jónsson, Ölgerðin
- Jónas Heiðarr, Jungle/Daisy
- Teitur Ridderman Schioth, forseti barþjónklúbbsins
- Besta andrúmsloftið
- Bingo
- Kaldi bar
- Tipsy
- Besti kokteilsseðillinn
- Skál
- Gilligogg
- Amma Don
- Besti kokteillinn
- Austurvallar Swizzle
- Letsgroni
- Pistachio
- Besti veitingastaðurinn
- Skál
- Sumac
- Skreið
Verðunin verða veitt á hátíðarkvöldverði Bartenders’ Choice Awards þann 24. mars í Stokkhólmi, Svíþjóð.
Fjöldi gesta mætti á tilnefninguna og var mikil stemmning eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem að Majid tók.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars