Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Eþíópískt eldhús – Veitingastaðurinn Teni – Skúlagötu 17 Reykjavík – Veitingarýni

Birting:

þann

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

Það var í síðustu viku sem ritstjórinn og ég höfðum sannmælst um að taka út eþíópíska veitingastaðinn Teni, sem er staðsettur í húsnæðinu við Skúlagötu 17 í Reykjavík, þar sem Kryddlegin hjörtu var áður til húsa en þau fluttust á Hverfisgötuna.

Það var ekki laust við smá spenning um hvernig maturinn myndi koma út, en ég hef einu sinni áður smakkað mat frá þessu landi.

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

 

Svo erum við komnir inn og sestir við borð út við glugga, fyrsta tilfynning var góð þannig að ég róaðist við það.

Við leyfðum eldhúsinu að ráða hvað við fengjum að smakka á og svo hófst ferðalagið.

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

Heimabakað brauð

Fyrst kom heimabakað brauð og var rauður blær yfir því sem helgast af að það er cayennepipar í því, ekki angraði það okkur og rann brauðið vel niður, var það framborið með kryddolíu með chilli og cayennepipar.

Svo kom:

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

Sambusa með grænmeti.
Koddar í þunnu deigi fylltir með grænmeti og borið fram með salsa sósu.

Heitir voru þeir en mjög góðir á bragðið og það fannst bragð af grænmetinu.

Næst var:

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

Rækja, marineruð í berbere kryddlegi og hvítlauk

Svakalega flott eldun á rækjunum, kryddlögurinn dansaði á línunni hvað varðar styrkleika og gott í endinn.

Réttir á fati:

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

Aðalréttirnir eru bornir fram í þessari fallegri körfu

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

Aðalréttir

Doro Wot
Meyrar kjúklingabringur og -leggir marineruð í sítrónulegi og engifer, matreidd í kryddsósu. Borið fram með harðsoðnu eggi og aybe (eþíópískum sveitaosti).

Mjög gott bragð og sennilega besti rétturinn.

Lega Tibs
Lambakjötsbitar marineraðir í hvítlauk og fersku möluðu rósmarín, snöggsteiktir með grænum pipar, lauk og tómötum.

Bragðgóður réttur og notkun á kryddi aðdáunarverð.

Zilzil Tibs Be Berbere
Nautsteik að hætti hússins, krydduð með berbere

Stóð fyllilega fyrir sínu og barbere kryddið ekki eins dóminerandi og í rækjunum.

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

Allir aðalréttirnir eru bornir fram með Indjera og grænmeti.

Grænmetið er eldað með túrmerik, en þó þannig að bragðið á grænmetinu fannst klárlega.

Indjera er Súrdeigspönnukaka að eþíópískum hætti.
Ef kakan er borðuð eingöngu kemur súrinn í gegn en með matnum harmónerar það prýðilega með.

Aybe:
Eþíópískur sveitaostur unninn úr súrmjólk.
Mildur og var góður sem fylling í heildinni.

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

 

Nú setti mig hljóðan og horfði út um gluggann hljóður um stund, og var ritstjórinn farinn að spyrja hvort eitthvað væri að, en svo fékk ég málið, þetta hafði verið einn eftirminnilegasta upplifun á notkun krydda og hvernig var dansað á línunni um hvort það væri sterkt eða milt var aðdáunarverð og sú sem var í eldhúsinu var frá Eþíopíu en ekki lærð í matreiðslu, bara setti sálina í matinn og það er atriði sem ekki lærist í skóla eða ekki keypt fyrir peninga.

Teni - Veitingastaður við Skúlagötu 17, Reykjavík

Liya yirga Behaga eigandi og Jóhanna Berta Bjarkadóttir.
Veitingastaðurinn Teni var opnaður í nóvember s.l. af systrunum Lyia Behaga og Tsige Behaga.
Staðurinn er nefndur í höfuðið á móður þeirra en hún rekur einmitt veitingastað í Eþíópíu.

Ég var hrærður eftir þennan kvöldverð og við fórum út með hálfgerðum trega því við vorum alveg til í að endurtaka leikinn.

Til hamingju með staðinn, hann er skemmtileg viðbót inn í flóru Reykjavíkur.

Hefð í Eþíópíu er að borða með höndunum og nota pönnukökuna til að skófla matnum upp, en það er hægt að fá hnífapör fyrir þá sem vilja.

 

Myndir: Smári

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið