Freisting
Engin matvælabrenna
Lítið virðist ætla að verða úr hinni svokölluðu matvælabrennu Varnarliðsins, sem fjölmiðlar greindu frá fyrir nokkru. Frá því var greint að brenna þyrfti tugum tonna af fyrsta flokks matvælum, sem fylltu stórmarkaði og frystigeymslur á Vellinum.
Að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa VL, eru þessar fullyrðingar orðum auknar. Staðan sé reyndar sú í dag að farið sé að bera á kjötskorti á varnarsvæðinu og er VL farið að kaupa kjöt frá söluaðilum utan Vallar.
Friðþór segir að það sem verði afgangs af öðrum matvælabirgðum s.s. pakka- og niðursuðuvöru, verði sent af landi brott í aðrar birgðastöðvar bandaríksa hersins. Því verði ekki um neina matvælabrennu að ræða.
Gísli R. Eiríksson, stöðvarstjóri Kölku, sagðist ekki vera kunnugt um að til stæði að brenna matvælum í stöðinni, þegar VF hafði samband við hann í morgun.
Greint frá á heimasíðu Víkurfréttar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði