Frétt
Dominique brilleraði í Franska sendiráðinu – Myndir
Frönsku sendiherrahjónin, Graham og Jocelyne Paul, buðu til sín nú á dögunum sendiherrum erlendra ríkja á Íslandi til að smakka frönsk vín og osta. Það var forsmekkurinn að hinni árlegu frönsku matarhátíð „Goût de France / Good France“ sem hefst í dag, 21. mars.
Sjá einnig: Stærsta veisla í heimi hefst 21. mars næstkomandi – Íslensk veitingahús taka þátt í veislunni
Dominique Plédel Jónsson kynnti af yfirburðaþekkingu vínin og ostana, sem boðnir voru, uppruna þeirra, eiginleika og hvernig þeir spiluðu saman og upphæfu, dempuðu eða drægju fram bragð hver annars.
Þetta var ákaflega lífleg og góð kvöldstund og gestirnir, nær 30 að tölu, kunnu vel að meta það sem á borð var borið, jafnt veitingarnar sem fróðleikinn.
Myndirnar tala sínu máli.
Myndir: facebook / Franska sendiráðið á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður