Frétt
Dominique brilleraði í Franska sendiráðinu – Myndir
Frönsku sendiherrahjónin, Graham og Jocelyne Paul, buðu til sín nú á dögunum sendiherrum erlendra ríkja á Íslandi til að smakka frönsk vín og osta. Það var forsmekkurinn að hinni árlegu frönsku matarhátíð „Goût de France / Good France“ sem hefst í dag, 21. mars.
Sjá einnig: Stærsta veisla í heimi hefst 21. mars næstkomandi – Íslensk veitingahús taka þátt í veislunni
Dominique Plédel Jónsson kynnti af yfirburðaþekkingu vínin og ostana, sem boðnir voru, uppruna þeirra, eiginleika og hvernig þeir spiluðu saman og upphæfu, dempuðu eða drægju fram bragð hver annars.
Þetta var ákaflega lífleg og góð kvöldstund og gestirnir, nær 30 að tölu, kunnu vel að meta það sem á borð var borið, jafnt veitingarnar sem fróðleikinn.
Myndirnar tala sínu máli.
Myndir: facebook / Franska sendiráðið á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit