Markaðurinn
Campari Negroni Keppnin 2017
Sunnudaginn 11. júní kl: 16:00 ætlar Campari að halda Negroni keppni á Rósenberg. Negroni er einn af þessum klassísku góðu kokkteilum sem allir þekkja og allir barþjónar hafa skoðun á. Keppnin mun fara þannig fram að keppendur útbúa bæði hinn klassíska Negroni og sína eigin útgáfu af Negroni þar sem hugmyndaflugið fær að njóta sín. Keppendur fá reglurnar sendar til sín að skráningu lokinni.
Skráning er í fullum gangi á netfanginu [email protected] og skal senda auk nafns keppanda, uppl. um vinnstað hans.
Fyrstu þrjú sætin fá glæsilega Campari ferðatösku auk sjálfs Campari auðvitað, en að auki hlýtur sigurvegarinn kr 100.000.- gjafabréf frá Icelandair.
Við hvetjum barþjóna landsins til að taka þátt í keppninni enda eiga flestir ef ekki allir sína sögu af kynnum sínum við þennan gamalgróna og goðsagnakennda kokteil. Þá eru allir velkomnir að mæta og fylgjast með, enda flott að hita upp fyrir kvöldið á þessari spennandi keppni með Negroni í hönd áður en leikur Íslands og Króatíu hefst svo kl 19:00.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var