Freisting
Búið að skipa fulltrúa í matarverðsnefnd
Forsætisráðherra hefur skipað fulltrúa í nefnd sem fjalla á um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjunum.
Hallgrímur Snorrason, hagstofustjór fer fyrir nefndinni en auk hans sitja í henni Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Jónína S. Lárusdóttir, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Axel Hall hagfræðingur, tilnefndur af utanríkisráðherra, Stefán Úlfarsson hagfræðingur, tilnefndur af ASÍ, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór B. Þorbergsson, hagfræðingur, tilnefndur af Viðskiptaráði Íslands, og Elín Björg Jónsdóttir frá BSRB.
Nefndinni er ætlað að skila tillögum fyrir mitt ár 2006 þannig að unnt verði að undirbúa hugsanlegar lagabreytingar til framlagningar á Alþingi næsta haust.
Heimildir frá visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10