Freisting
Búið að skipa fulltrúa í matarverðsnefnd
Forsætisráðherra hefur skipað fulltrúa í nefnd sem fjalla á um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjunum.
Hallgrímur Snorrason, hagstofustjór fer fyrir nefndinni en auk hans sitja í henni Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Jónína S. Lárusdóttir, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Axel Hall hagfræðingur, tilnefndur af utanríkisráðherra, Stefán Úlfarsson hagfræðingur, tilnefndur af ASÍ, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór B. Þorbergsson, hagfræðingur, tilnefndur af Viðskiptaráði Íslands, og Elín Björg Jónsdóttir frá BSRB.
Nefndinni er ætlað að skila tillögum fyrir mitt ár 2006 þannig að unnt verði að undirbúa hugsanlegar lagabreytingar til framlagningar á Alþingi næsta haust.
Heimildir frá visir.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri