Sverrir Halldórsson
Brooklyn Bar & Bistro – Veitingarýni
Staðurinn er til húsa þar sem Subway var áður til húsa og fyrir mörgum árum var þar staður sem hét Höllin í Austurstræti 3.
Það sem rak mig þar inn var hádegistilboð á föstudögum sem var nautalund steikt í Big Green með kartöflum og Béarnaisesósu á 2990.
Kom inn og pantaði og settist upp á efri hæðina og stuttu seinna kom stórt glas af bensíni og ég bara rólegur.
Svo kom steikin og eins og þið sjáið á myndinni var þetta hálf snubbótt í fyrstu, en þegar byrjað var að snæða réttinn fór að færast bros á kallinn, steikin var æðisleg á bragðið, meyr og steikt eins og pantað var, sætkartöflufranskar sem voru með hef ég ekki smakkað betri, Béarnaissósan var góð en helst til þunn, mikið hefði ég viljað fá smá grænmeti eða salat á diskinn, þá hefði þetta verið fullkomið.
Þjónustan var ljúf og þægileg.
Mín fyrsta upplifun af staðnum etur mig til að mæta þar aftur og smakka aðra rétti staðarins.
Takk fyrir mig.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð