Markaðurinn
Bragðgóð og fjölbreytt Einstök Matvara
Einstök Matvara ehf hefur þjónað íslenskum neytendum um árabil og sérstaklega þeim sem er umhugað um heilsuna og hvað þeir borða. Lífrænar vörur hafa verið í fyrirrúmi og við erum stöðugt að bæta við vöruvalið þannig að það þjóni sem best ört vaxandi hópi viðskiptavina.
Í vöruúrvali okkar er að finna breitt úrval af vörum sem uppfylla bestu gæðakröfur, flestar eru lífrænar og hollar og margar þeirra vegan. Vörurnar okkar henta fyrir kaffihús, veitingastaði, fyrirtæki og heimili. Allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Við leggjum mikið upp úr umhverfismálum og leitumst eftir því að umbúðir á þeim vörum sem við bjóðum séu umhverfisvænar. Þannig er t.d. Teapigs teið okkar. Tepokarnir frá Teapigs hafa frá upphafi verið plastlausir, þar sem þeir eru úr kornsterkju sem er 100% lífkleyfanleg (biodegradable) og má fara í lífrænt rusl, þó það sé ekki mælt með að setja þá í heimilismoltuna þar sem þeir þurfa hærra hitastig til að brotna niður. Til að halda tepokunum ferskum í pakkanum er þeim pakkað í glæran poka sem er unninn úr efni sem kallast Natureflex, sem er gert úr trjákvoðu, svo það er 100% plöntuefni og endurvinnanlegt í lífrænum úrgangi. Pakkarnir sjálfir eru síðan úr pappa og prentaðir með bleki unnu úr grænmeti.
Við erum líka stollt af nýjustu vörunni okkar sem er Rude Health Barista Oat. (Haframjólk fyrir kaffihúsin), en þar er það íslenskur þari sem skiptir sköpum til að mjólkin virki vel fyrir kaffidrykkina.
Einstök matvara ehf
Lambhagavegi 13
113 Reykjavík
Sími 557 1771
www.einstokmatvara.is
Tpóstur: [email protected]
Fylgist með okkur á:
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024