Markaðurinn
Balsamiklax og kúrbítsnúðlur
70 g balsamik edik
80 g hvítvín
80 g hunang
20 g Dijon sinnep
1 msk ferskt rósmarín (blöðin)
1 hvítlauksrif
4 laxabitar (ca 150 g hver)
salt og pipar eftir smekk
1 kúrbítur (eða allt að 500 g)
1 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
1. Setjið edik, hvítvín, hunang, sinnep, rósmarín og hvítlauk í blöndunarskálina og saxið 8 sek/hraði 8. Skafið niður hliðar skálarinnar með sleikjunni.
2. Setjið laxinn í efsta Varoma bakkann og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Yddið kúrbítinn í dýpri Varoma bakkann og „veltið“ aðeins uppúr sítrónusafanum og ólífuolíunni.
3. Setjið Varoma lokið á og gufusjóðið 13-15 mín/Varoma/hraði 1. Setjið kúrbíts núðlurnar á disk, laxinn yfir og að lokum hellið sósunni yfir (magn eftir smekk). Berið fram strax. Einfalt, fljótlegt, hollt og gott.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði