Markaðurinn
Balsamiklax og kúrbítsnúðlur
70 g balsamik edik
80 g hvítvín
80 g hunang
20 g Dijon sinnep
1 msk ferskt rósmarín (blöðin)
1 hvítlauksrif
4 laxabitar (ca 150 g hver)
salt og pipar eftir smekk
1 kúrbítur (eða allt að 500 g)
1 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
1. Setjið edik, hvítvín, hunang, sinnep, rósmarín og hvítlauk í blöndunarskálina og saxið 8 sek/hraði 8. Skafið niður hliðar skálarinnar með sleikjunni.
2. Setjið laxinn í efsta Varoma bakkann og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Yddið kúrbítinn í dýpri Varoma bakkann og „veltið“ aðeins uppúr sítrónusafanum og ólífuolíunni.
3. Setjið Varoma lokið á og gufusjóðið 13-15 mín/Varoma/hraði 1. Setjið kúrbíts núðlurnar á disk, laxinn yfir og að lokum hellið sósunni yfir (magn eftir smekk). Berið fram strax. Einfalt, fljótlegt, hollt og gott.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu