Vertu memm

Markaðurinn

Balsamiklax og kúrbítsnúðlur

Birting:

þann

Kúrbítur - Lax

Balsamiklax og kúrbítsnúðlur

70 g balsamik edik
80 g hvítvín
80 g hunang
20 g Dijon sinnep
1 msk ferskt rósmarín (blöðin)
1 hvítlauksrif
4 laxabitar (ca 150 g hver)
salt og pipar eftir smekk
1 kúrbítur (eða allt að 500 g)
1 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía

1. Setjið edik, hvítvín, hunang, sinnep, rósmarín og hvítlauk í blöndunarskálina og saxið 8 sek/hraði 8. Skafið niður hliðar skálarinnar með sleikjunni.

2. Setjið laxinn í efsta Varoma bakkann og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Yddið kúrbítinn í dýpri Varoma bakkann og „veltið“ aðeins uppúr sítrónusafanum og ólífuolíunni.

3. Setjið Varoma lokið á og gufusjóðið 13-15 mín/Varoma/hraði 1. Setjið kúrbíts núðlurnar á disk, laxinn yfir og að lokum hellið sósunni yfir (magn eftir smekk). Berið fram strax.  Einfalt, fljótlegt, hollt og gott.

Thermomix uppskrift.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið