Vertu memm

Frétt

Áhugi á að nota þang og þara til matar hefur aukist á Norðurlöndum

Birting:

þann

Áhugi á að nota þang og þara til matar hefur aukist á Norðurlöndum

Matvælastofnun tók þátt í samnorrænu verkefni, þar sem skoðuð var neysla á þangi og þara með hliðsjón af matvælaöryggi. Verkefnið var unnið af fulltrúum frá matvælastofnunum á Norðurlöndunum. Í niðurstöðum verkefnisins kemur meðal annars fram að koma þurfi upp samræmdri löggjöf um matvælaöryggi fyrir þang og þara.

Áhugi á að nota þang og þara til matar hefur aukist á Norðurlöndum eins og í mörgum öðrum Evrópulöndum. Þrátt fyrir að þang og þari sé notaður til matar í miklu magni víða í heiminum eru engir alþjóðlegir staðlar eða reglur til um matvælaöryggi þessara afurða, s.s. Codex staðlar eða Evrópskar reglur. Taka þarf tillit til þess í löggjöf að aðstæður á norðurslóðum og norrænar tegundir kunna að vera ólíkar aðstæðum og tegundum annars staðar.

Til að fást við þetta var sett á fót samnorrænt verkefni árið 2020 með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni. Þátttakendur voru frá matvælastofnunum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum.

Tilgangur verkefnisins er að skapa samræmda norræna stefnu til að tryggja öryggi vegna notkunar þangs og þara sem matvæla. Niðurstöðurnar geta nýst við setningu löggjafar á þessu sviði og við gerð leiðbeininga vegna eftirlits með þörungaverkun og vinnslu.

Fólk hefur borðað þang allt frá upphafi lífs og Íslendingar átu söl fram á 20.öld. Við höfum ýtt þessari matvöru út af borðinu í nútímamenningu okkar en víða um heim er þessi hefð enn í heiðri höfð, t.d. í Asíulöndum.
Þang býr líka yfir þeim einstaka hæfileika að taka ekki til sín mengun úr hafinu. Ysta lag þangsins er eins konar slímhúð og hún hleypir einungis inn fyrir þeim efnum sem þangið þarfnast.
Fróðleikur í boði osushi.is

Afurð verkefnisins er skýrsla með uppfærðri vitneskju um öryggi þangs og þara sem matvæla með sérstakri áherslu á norrænar aðstæður. Í skýrslunni kemur m.a. fram að þörungar geta innihaldið töluvert magn af þungmálmum og joði og einnig örverum.

Aðal áhættan er talin stafa af joði, kadmíum og ólífrænu arseni, en einnig blýi og kvikasilfri. Þó joð sé nauðsynlegt næringarefni í réttu magni getur of mikið joð verið skaðlegt heilsu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur s.s. Bacillus geta einnig fundist í hitameðhöndluðum afurðum.

Magn þungmálma og joðs fer meðal annars eftir tegund þangs, aldri, vaxtarsvæði og vatnsgæðum. Mikill munur er milli og innan tegunda og vinnsla hafa líka áhrif.

Skýrsluna í heild sinni er hægt að skoða með því að smella hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið