Markaðurinn
Kornax hlýtur alþjóðlega matvælaöryggisvottun
Lífland sem framleiðir og selur Kornax hveitið hlaut á dögunum alþjóðlegu matvælaöryggisvottunina FSSC 22000.
Vottunin nær yfir löndun á korni, framleiðslu á hveiti og rúg, lager og útkeyrslu.
Kornax vörumerkið sem er hluti af matvælasviði Líflands er leiðandi vörumerki á Íslandi til margra ára í hveiti fyrir bæði akstursiðnaðinn og neytendamarkaðinn. Við framleiðslu á Kornax vörum er einungis notað hágæðakorn þar sem baksturseiginleikar hveitis ráðast af gæðum kornsins.
„Það er stefna Líflands að tryggja viðskiptavinum sínum að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli væntingar og þarfir þeirra hvað varðar gæði og öryggi. Að fá alþjóðlega matvælaöryggisvottun er mikil viðurkenning og staðfesting á gæðum við framleiðslu Kornax hveitisins.
Vottunin tryggir að unnið sé eftir verkferlum sem ná til allra þátta í framleiðslunni, vöruhýsingu og útkeyrslu þar sem stöðugar umbætur og eftirfylgni eiga sér stað. Að styðjast við alþjóðlega stjórnunarstaðla og vottunarstaðfesting þeim tengdum er því jákvæð fyrir Kornax í alla staði, starfsfólkið, hagaðila og neytendur.“
Segir Rannveig Hrólfsdóttir gæða- og starfsmannastjóri Líflands/Kornax.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins