Freisting
Food & Fun Gala Event á Nordica
Gala kvöldverður Food & Fun verður haldinn á morgun laugardaginn 25 febrúar 2006 á Nordica hótel. Von er á um 480 manns í mat.
Freisting.is hefur greint frá áður að á laugardaginn sjálfan verður haldinn alþjóðleg keppni Food & Fun matreiðslumeistara í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu , sem opin verður öllum áhugamönnum um eldamennsku og matarmenningu. En um kvöldið verður verðlaunaafhendingin á Galakvöldverðinum á Nordica hótelinu.
Eftir Galakvöldverðin og verðalaunaafhendingunni, verður haldið glæsilegt ball á Nordica og skemmtikraftarnir Eyvi Kristjáns og Íslands eina von koma til með að spila á ballinu ásamt stórsöngvaranum Björgvini Halldórssyni. Um 2.000 boðsgestir verða á ballinu.
Hér fyrir neðan er matseðillinn á Galakvöldverðinum á Nordica
Food & Fun Gala Event á Nordica hóteli
Canapées
Djúpsteikt þorskroð með aioli
Harðfiskur með þeyttu smjöri
Síld á rúgbrauði með dilli og eplum
Reykt bleikjufrauð
Grafið lamb og fetaostur
Matseðill
Humar
Steiktur leturhumar með piparrótarkrydduðu bankabyggi, humarfroðu, dillolíu og sítrussalti
Langoustine
Sautéed langoustine served with horseradish flavored organic barley, langoustine foam, dill oil and citrus sea salt
———
Naut
Heilsteiktar Nautalundir kryddaðar timian og rósmarin. framreitt með gljáðu rótargrænmeti, kartöfluterrínu, sveppaturni og rauðvínssósu
Beef
Whole roasted beef tenderloins flavored with thyme and rosemary. Served with root vegetables, potato terrine, timbale of mushrooms and redwine sauce
———
Skyr
Skyramizu Ísland með sultuðum bláberjum
Skyr
Skyramizu Ísland with blueberry compot
Mynd: foodandfun.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var