Frétt
Matarbylting Jamie Oliver
Jamie Oliver setti í dag 17. maí í London hátíðina „Matarbyltinguna“ eða Food Revolution. Hún var haldin í götunni við veitingastaðinn Fifteen og skemmtilegir réttir og drykkir framreiddir í tjöldum.
Eins og flestir vita hefur Jamie verið ötull baráttumaður fyrir bættu mataræði í skólum með góðum árangri og nú er markmiðið að gera alla meðvitaða um mat og matargerð.
Krakkar úr St. Paul grunnskólanum tóku þátt í dag með litríkum hætti þar sem þau lærðu að setja saman einfaldan mat með grænmeti, jurtum og fengu pizzabotna með grófu mjöli. Sjálfur tók Oliver þátt í þessu með þeim með sínu lagi og ekki laust við stjörnuglampa í augum margra enda maðurinn stjarna með mikinn karisma.
Þetta er frábært framtak og þörfin á kynningu á Íslandi nauðsynleg. Fréttamaður freisting.is hefur í gegnum árin séð merki þess að matarfáfræði hefur aukist og nú er spurning hvort við matreiðslumenn á Íslandi getum ekki farið að breyta þessu?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir