Vertu memm

Freisting

Verður Björn Bragi Matreiðslumaður ársins 2006 ?

Birting:

þann

Björn Bragi fyrir miðju

Sett var upp könnun um hver af 5 keppendum sem keppa til úrslita muni hreppa titilinn Matreiðslumaður ársins 2006 og varð Björn Bragi matreiðslumaður Perlunnar hlutskarpastur. Björn vinnur í Perlunni, þar sem metnaðarfullir matreiðslumenn er hægt að finna sem þekkja vel til allra keppna hér á landi og erlendis, en matreiðslumenn Perlunnar eru vel að sér í fjölmörgum stórmótum.

Freisting.is tók saman nokkur afreksverk hjá fyrrverandi og núverandi matreiðslumönnum Perlunnar og eru þau hér eftirfarandi:

  • Matreiðslunemi ársins 1993  – Guðmundur Kr. Ragnarsson ( Meistari: Gísli Thoroddsen )
  • Matreiðslumaður ársins 1995 – 1. sæti Sturla Birgisson
  • Matreiðslumaður ársins 1996 – 1. sæti Sturla Birgisson
  • Matreiðslumaður ársins 1998 – 1. sæti Elmar Kristjánsson
  • Bocuse d’Or 1999 – 5. sæti – Sturla Birgisson
  • Matreiðslumaður ársins 2000 – 1. sæti Björgvin Mýrdal Þóroddsson
  • Matreiðslumaður ársins 2001 – 1. sæti Elmar Kristjánsson
  • Mouton Cadet 1997 – 1. sæti Elmar Kristjánsson
  • Mouton Cadet 2001 – 1. sæti Elmar Kristjánsson
  • Matreiðslumaður norðurlanda 2002 – Elmar Kristjánsson hlaut silfurverðlaun

Á meðfylgjandi mynd er af Björn Braga (í miðjunni) með þeim Ólafi og Stefáni í Norrænu nemakeppninni 2005, en þeir náðu þeim glæsilega árangri með að næla sér í gullið. Björn var þjálfari þeirra.

Niðurstaða könnunar:
Björn Bragi Bragason frá Perlunni 31%
Daníel Ingi Jóhannsson frá Skólabrú 24%
Gunnar Karl Gíslason frá B5 25%
Elvar Torfason frá Thorvaldsenbar 4%
Steinn Óskar Sigurðsson frá Sjávarkjallaranum 17%

En alls vöruðu 216 manns.

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið